Snjallar lífsvenjur geta komið okkur langt í lífinu. Á námskeiðunum leggjum við grunninn að okkar eigin stefnu fyrir framtíðina. Við þjálfumst í því að líta á áskoranir sem tækifæri og bæta hæfni okkar og viðhorf. Við förum út fyrir þægindahringinn. Reynum á okkur og styrkjum þannig sjálfsmyndina. Við upplifum jákvæðar tilfinningar. Upplifum sigra og aukum þannig sjálfstraustið. Við verðum öflugri leiðtogar í okkar umhverfi og lífi.
Fyrir börn og unglinga bjóðum við námskeið fyrir fjóra mismunandi aldurshópa. Krakka á aldrinum 10 til 12 ára. Efri bekki grunnskóla eða frá 13 til 15 ára. Fyrir framhaldsskóla aldur 16 til 19 ára og svo fyrir 20 til 25 sem eru háskólanemar eða á vinnumarkaði.
Sumarbúðir fyrir10-12 ára
Skoða
Dale fyrir10-12 ára
Dale fyrir13-15 ára
Dale fyrir16-19 ára
Dale fyrir20-25 ára
Velferð þátttakenda okkar er alltaf í fyrsta sæti. Að vinna með börnum krefst nærgætni og þess vegna höfum við skýrar siðareglur sem þjálfarar og aðstoðarmenn undirgangast ásamt því að skila inn sakavottorði.