Leiðtogafærni

Stop doing - Start leading

Leggðu áherslu á mannlegu hliðina með því að vera leiðtoginn sem setur fólk í fyrsta sæti. Þannig hjálpar þú öðrum að njóta sín í starfi og byggir upp eftirsóknarverða vinnustaðamenningu.

Þetta er námskeiðið þar sem þú lítur inn á við og metur hvernig leiðtogi þú ert. Þú lærir áhrifaríkar aðferðir við að byggja upp eigið sjálfstraust og einnig hvernig þú hjálpar öðrum að finna og nýta sína styrkleika. Þú verður leiðtogi sem setur fólk í fyrsta sæti og byggir þannig upp traust í hópnum sem tryggir árangursríka samvinnu. Í upphafi námskeiðsins gerir þú ítarlegt mat á leiðtogahæfni þinni og í kjölfarið áætlun um hvernig þú getur unnið í þeim þáttum sem þarfnast athygli.

Skoða dagsetningar og staðsetningar
Icon/How it will help you/BlackCreated with Sketch.

Fyrir hverja

Þetta námskeið hentar bæði þeim sem eru nýir í stjórnendahlutverki og einnig þeim sem hafa reynslu sem stjórnendur og vilja skerpa á þeim þáttum sem skipta máli í fari nútímastjórnenda. Hentar vel fyrir hópstjóra, verkefnastjóra og aðra leiðtoga sem vilja hafa áhrif á árangur teyma og tileinka sér stjórnendastíl sem leggur áherslu á mannauðinn.

Námseiningar

Námið gefur 2,8 alþjóðlegar endurmenntunareiningar (Continuing Education Unit – CEU)

Page 1Created with Sketch.

Það sem við förum yfir

Að leiða af heilindum Að leiða aðra til þess að ná árangri Að auka leiðtogafærnina Að hvetja fygjendur til dáða Að tjá sig af öryggi og einlægni Að leiðbeina öðrum til árangurs Að auka sjálfsvitund Að geisla af sjálfstrausti sem leiðtogi Að þróa sjálfa(n) sig og aðra

Page 1Created with Sketch.

Skipulag

Staðbundið námskeið: Einu sinni í viku í 3.5-4 tíma í senn í alls 8 skipti Fjarþjálfun: Einu sinni í viku í 2 tíma í senn í alls 10 skipti.

Á báðum námskeiðunum er fyrsti tíminn Kick off fundur og síðasti tíminn eftirfylgnitími sem fer fram u.þ.b 4 vikum eftir að námskeiðinu lýkur.

Page 1Created with Sketch.

Innifalið

Handbók, ítarlegt sjálfsmat og útskrifarskírteini frá Dale Carnegie & Associates.

Verð

235.000 kr.

J. Snæfríður Einarsdóttir

J. Snæfríður Einarsdóttir

Eftir námskeiðið á ég auðveldara með að afmarka verkefni án þess að missa sjónar á heildarmyndinni, auk þess að eiga skilvirkari samtöl og fundi þar sem ég er meðvituð um tilganginn.

“Flestir þátttakendur töldu sig hafa bætt leiðtogahæfni sína og að þjálfunin hafi haft hvetjandi áhrif á þá sem stjórnendur. Þjálfunin byggir á að efla samskiptafærni og sjálfstraust sem er kjarninn í árangursríkri stjórnun og leiðtogafærni. Eftir þjálfunina búum við yfir enn öflugra teymi stjórnenda.”
Sif Svavarsdóttir