Við tökum ábyrgð á námskeiðum okkar. Ef þú hefur mætt í alla tímana og tekið þátt í verkefnavinnunni en ert af einhverjum ástæðum óánægð(ur) með árangur þinn á námskeiðinu hafðu hafðu þá samband við okkur og við færum þig á námskeið sem hentar þér betur. Ef þú missir úr tíma á námskeiði getur þú tekið hann upp endurgjaldslaust á næsta námskeiði.
Þegar þú skráir þig á námskeið hjá Dale Carnegie verður til skuldbinding um greiðslu á námskeiðsgjaldinu. Ganga þarf frá greiðslu eigi síðar en þremur vikum áður en námskeið hefst. Greiða þarf þáttttökugjald við skráningu ef námskeiðið hefst innan þriggja vikna. Reikningur er sendur í heimabanka nema óskað sé eftir öðrum greiðslumáta.
Getir þú af óviðráðanlegum orsökum ekki sótt námskeiðið sem þú skráðir þig á býðst þér að skrá þig á annað námskeið án aukakostnaðar. Upplýsingar um breytingar þurfa að berast okkur í netfangið upplysingar@dalecarnegie.is innan 2ja vikna áður en námskeið hefst. Eindagi á greiðslu miðast við upphaflegu skráningu.Ef kostnaður vegna breytinga á reikningi hlýst af flutningi ber þátttakandinn hann.
Við endurgreiðum öll almenn námskeiði, utan þeirra sem eru tilgreind hér að neðan, að fullu sé hætt við það og það tilkynnt skrifstofu okkar með skriflegum hætti að minnsta kosti 2 vikum áður en námskeiðið hefst.
Sé hætt við eftir fyrsta tíma: Kr 35.000 Sé hætt við eftir tvo tíma: Kr 45.000 Ef hætt er við eftir þrjá tíma eða síðar á námskeiðinu greiðist námskeiðið að fullu. Þetta á við um öll lengri námskeið. Sé hætt við námskeið 14 dögum fyrir upphaf þess er námskeiðið endurgreitt að fullu (gildi ekki um Áhrifaríkar kynningar og 3ja daga námskeið).
Ef hætt er við námskeiðin Áhrifaríkar kynningar og 3ja daga Dale Carnegie þegar minna en 3 vikur eru þar til námskeiðin hefjast er innheimt 40% af námskeiðsgjaldinu. Ef hætt er við styttri námskeið eftir að þau er hafin greiðist námskeiðið að fullu.
Dale Carnegie þjálfun áskilur sér rétt til að hætta við eða færa til námskeið á dagskrá. Á meðan Covid-19 ríkir gæti þurft að færa einstaka tíma yfir í live online til að tryggja öryggi þátttakenda. Ekki er greiddur virðisaukaskattur af þjálfun.
Athugið- Fullur trúnaður ríkir á námskeiðunum. Sé þátttakandi undir 18 ára aldri vinnum við samkvæmt 16. gr Barnaverndarlaga.