Endurgjöf er forsenda framfara. Með því að fá endurgjöf frá mörgum sjónarhornum sköpum við nýja vídd fyrir einstaklinginn sem hvetur hann til að brúa bilið frá núverandi stöðu til háleitari markmiða. Dale Carnegie býður úrval 360° mata sem tengjast mismunandi störfum. Framkvæmdin er einföld og krefst lítils tíma. Endurgjöfin er aftur á móti yfirgripsmikil og gefur góða yfirsýn á styrkleika viðkomandi og varðar þannig leiðina fram á við. Með matinu fylgir ítarleg skýrsla og innifalið í verðinu er einkaráðgjöf þar sem farið er yfir niðurstöðurnar með viðkomandi.
49.000 kr**magnafsláttur séu keypt 3 möt eða fleiri