Námsstyrkir og afslættir

Átt þú rétt á styrk eða afslætti?

Það eru margar leiðir til að fá styrki og afslætti á námskeiðin okkar. Á þessari síðu getur þú sé fjölda leiða til að fjármagna námið og gera þannig fjárfestinguna enn betri. Ath. Listinn er ekki tæmandi.

*Ath. Afslættir leggjast ekki saman. Hæsti afsláttur gildir.

Einstaklingar - Styrkir starfsmenntasjóða

Einstaklingar sem eru í stéttarfélögum geta fengið styrki frá starfsmenntasjóðum. Þessir styrkir geta numið tugum þúsunda og sumir greiða allt að 90% námskeiðana. Réttindi hvers og eins eru mjög mismunandi þannig að best er að tala við sinn sjóð. Skoðaðu listann hér fyrir neðan og kannaðu þín réttindi. Ath. Listinn er ekki tæmandi og við höfum samninga við mun fleiri sjóði.

Ungt fólk 10 til 18 ára - Frístundastyrkir

Flest bæjarfélög bjóða upp á frístundastyrki sem hægt er að nota til að niðurgreiða námskeiðin okkar. Styrkirnir eru mismunandi og sama gildir um leiðirnar til að sækja þá. Í listanum hér fyrir neðan má sjá reglur nokkra bæjarfélaga. Algengt er að frístundastyrkir séu um 75.000 kr.

Fyrirtæki - Styrkir starfsmenntasjóða

Fyrirtæki greiða iðgjald í starfsmenntasjóði og geta sótt um styrki til námskeiðahalds fyrir sína starfsmenn. Áttin (attin.is) er samstarfsverkefni nokkura starfsmenntasjóða sem einfaldar fyrirtækjum umsóknarferlið. Í mörgum tilfellum geta fyrirtæki sótt allt að 50% fjárfestingarinnar til sjóðanna.

Skoða

Afsláttur til fyrirtækja

Mörg fyrirtæki gera samninga við okkur og fá þá fastann afslátt fyrir sig og sína starfsmenn. Afslátturinn fer eftir fjölda starfsmanna og samningstíma. Við gerum einnig föst veriðtilboð í sérsniðna þjálfun fyrir fyrirtæki.

Sendu okkur fyrirspurn

Afslættir vegna lengra náms

Sífellt fleiri einstaklingar velja að raða saman 2 til 3 námskeiðum yfir nokkra mánaða tímabil. Sem dæmi má nefna að margir velja að taka Dale Carnegie námskeiðið sem grunn og bæta svo við t.d. stjórnendaþjálfun eða söluþjálfun. Í lokin velja svo margir námskeiðið Áhrifaríkar kynningar. Nokkur stéttarfélög greiða styrki allt að 390.000 kr. fyrir lengra nám.

Sendu okkur fyrirspurn til að fá nánari upplýsingar

Atvinnuleitendur

Vinnumálastofnun metur námskeiðin okkar sem vinnumarkaðsúrræði og veitir þess vegna námsstyrki allt að 80.000 kr. eða 75% af heildarverði. Af og til höldum við síðan sérstök námskeið fyrir viðskiptavini Vinnumálastofnunar. Þá býður Dale Carnegie sérstakt námskeið fyrir atvinnuleitendur sem kallast Dale á milli starfa. Landsmennt og tengdir sjóðir styrkja Dale á milli starfa 100%.

Til fá styrki frá VMST þarf viðkomandi að ræða við náms- og starfsráðgjafa sem samþykkir greiðslu á það námskeið sem viðkomandi hefur áhuga á.

Sjá reglur VMST hér

Barnavernd

Við veitum fagaðilum á vegum ríkisins og sveitarfélaga 20% afslátt á námskeið fyrir ungt fólk 18 ára og yngri. Þetta gerum við til að auka aðgengi að námskeiðunum en margir fagaðilar mæla með námskeiðum okkar sem hluta af meðferð barna sem þurfa á sérstökum stuðingi að halda.

Endurkomu afsláttur 30%

eir viðskiptavinir sem velja að koma aftur á námskeið innan 3ja ára fá 30% endurkomu afslátt. Afslátturinn gildir af öllum okkar námskeiðum.

Ferðastyrkir

Sum stéttarfélög veita ferðastyrki þurfi einstaklingur að sækja námskeið fjarri heimili sínu. Nokkur stéttarfélög miða við 200 km á milli lögheimilis og staðsetningu námskeiðs. Við hvetjum einstaklinga að kanna reglur hjá sínu stéttarfélagi.

Fjármögnun náms

Hægt er að dreifa greiðslum vaxtalaust í 3 mánuði hjá okkur. Ef óskað er t.d. eftir fjármögnun á 4 til 36 mánuði er hægt að gera greiðslukortasamninga. Margir atvinnurekendur sjá Dale Carnegie námskeið sem fjárfestingu í sínu starfsfólki og vilja oft greiða allt námskeiðið eða að hluta. Þá greiða starfsmenntasjóðir einnig niður nám.

Fyrir nánari upplýsinga um fjármögnun vinsamlega:
Sendu okkur fyrirspurn

Fjölskyldu afsláttur 20%

Fyrsti einstaklingur úr fjölskyldu greiðir fullt verð en þeir sem á eftir koma fá 20% afslátt. Miðað er við að þessi afsláttur gildi í 2 ár eftir að fyrsta útskrift hafi átt sér stað. Afslátturinn gildir fyrir fjölskyldu sem býr á sama stað óháð lögheimili.

Hópaafsláttur

Fyrir hópa sem telja 12 einstaklinga eða fleiri gerum við sérstök verðtilboð og getum einnig sérsniðið lausnir. Á þeim 100 árum sem við höfum starfað hafa orðið til hundruð námskeiða um allan heim sem eru aðgengileg fyrir hópa á Íslandi.

Fyrir nánari upplýsingar:
Sendu okkur fyrirspurn

Námsmanna afsláttur

Námskeiðin okkar fyrir ungt fólk eru almennt sömu gerðar og fyrir fullorðna en þau eru almennt á 35% til 65% lægra verði. Við höfum því nú þegar reiknað veglegan námsmanna afslátt inn í verðið. Ef þú ert eldri en 25 ára og ert í námi færð þú 15% afslátt

Ókeypis einkaráðgjöf

Til að meta þarfir einstaklinga bjóðum við ókeypis einkaráðgjöf í síma, á staðnum eða á netinu. Hægt er að hringja í síma 555 7080 eða panta einkaráðgjöf hér:

Fáðu einkaráðgjöf

Ókeypis kynningatímar

Við bjóðum upp á ókeypis kynningartíma allt árið um kring fyrir mismunandi aldurshópa. Þessir kynningartímar tengjast Dale Carnegie námskeiðinu og eru hugsaðir til að lýsa mögulegum ávinningi fólks af námskeiðinu. Fullorðnir bóka hér og Ungt fólk hér.

Virk starfsendurhæfing

Þeir sem eru í starfsendurhæfingu hjá Virk geta fengið styrki á námskeið hjá okkur. Viðkomandi talar við sinn ráðgjafa hjá VIRK sem hefur samband við okkur. Við bjóðum einnig sérstök námskeið fyrir viðskiptavini VIRK.

Öryrkjar

Við veitum öryrkjum 20% afslátt af námskeiðum okkar. Best er að gera netpöntun á dale.is og tilgreina í skýringu - 20% ÖBÍ.

Hafðu samband

Þú getur hvenær sem er leitað til okkar ef vilt spyrja einhvers eða vita meira um hvernig þú getur þróað þína hæfileika til árangurs í lífi og starfi.

Logo