Átt þú rétt á styrk eða afslætti?
Það eru margar leiðir til að fá styrki og afslætti á námskeiðin okkar. Á þessari síðu getur þú sé fjölda leiða til að fjármagna námið og gera þannig fjárfestinguna enn betri. Ath. Listinn er ekki tæmandi.
*Ath. Afslættir leggjast ekki saman. Hæsti afsláttur gildir.
Einstaklingar sem eru í stéttarfélögum geta fengið styrki frá starfsmenntsjóðum. Þessir styrkir geta numið tugum þúsunda og sumir greiða allt að 90% námskeiðana. Réttindi hvers og eins eru mjög mismunandi þannig að best er að taka við sinn sjóð. Skoðaðu listann hér fyrir neðan og kannaðu þín réttindi. Ath. Listinn er ekki tæmandi og við höfum samninga við mun fleiri sjóði.
Hlutverk Starfsþróunarseturs háskólamanna er að stuðla að framgangi háskólamenntaðra félagsmanna þeirra aðildafélaga BHM sem eiga aðild að setrinu og framþróun stofnana með markvissri starfsþróun. Styrkar upphæð fer eftir því hvað viðkomandi á mikið inni hjá sjóðnum. Styrkir eru allt frá 120.000 kr til 425.000 kr. Fer eftir í hvaða sjóð viðkomandi er að greiða í. Upplýsingar um styrki til einstaklinga eru veittar í þjónustuveri BHM, Borgartúni 6 í Reykjavík (3. hæð). Netfang: sjodir@bhm.is, sími: 595 5100.
Nær öll aðildarfélög BSRB eiga aðild að Styrktarsjóði BSRB, sem er rekinn algjörlega sjálfstætt og ekki tengdur rekstri BSRB. (mörg stéttarfélög innan bsrb öll með mismunandi styrki)
Hámarksstyrkur á ári er 130.000 kr. fyrir almennt nám og lífsleikninámskeið samanlagt ef félagsmaður á full réttindi í sjóðnum.
Veittir eru styrkir að hámarki 100.000 krónur á hvern félagsmann á hverjum 12 mánuðum. Aldrei er veittur hærri styrkur en sem nemur 80% af útlögðum kostnaði félagsmanns.
Styrkir til starfsmennta eru að hámarki 500.000 krónur eða allt að 85% af heildarnámskostnaði.
Að jafnaði styrkir IÐAN 50% af kostnaði við fræðsluaðila vegna kennslu. Áskilinn er réttur til lægra hlutfalls styrks ef reikningur fræðsluaðila þykir óeðlilega hár í samanburði við kostnað hjá sambærilegum fræðsluaðilum eða ef verkefnin eru ekki eingöngu bein fræðsla eða þjálfun. Ekki er veittur styrkur vegna ferðakostnaðar, salarleigu eða veitinga. Virðisaukaskattur fræðsluaðila, þar sem hann er reiknaður, er undanskilinn í útreikningum.
Rétt til aðildar að Kennarasambandinu eiga allir sem starfa við kennslu, stjórnun eða ráðgjöf í skólum eða vinna við stofnanir og fyrirtæki sem sinna eða tengjast kennslu og fræðslumálum. Styrkir fyrir námskeið eru mismunandi innan félagsins, fer eftir í hvaða hvort viðkomandi tilheyr grunnskóla, leikskóla, framhaldsskóla eða tónlistarskóla.
KJÖLUR stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu er aðildarfélag BSRB.Á 24 mánaða tímabili getur félagsmaður fengið styrk samtals úr sjóðnum að hámarki 140.000 / 170.000 kr.
Greitt er að hámarki kr. 100.000.- á ári
Landsmennt er fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni. Aðildarfélögin eru 16 og er þar um að ræða stéttarfélög innan Starfsgreinasambands Íslands. Landsmennt, Ríkismennt, Sjómennt og Sveitamennt styrkja námskeiðið Dale á milli starfa 100%. Greitt er að hámarki kr. 130.000.- á ári
Póstmannafélag Íslands er stéttarfélag starfsmanna Íslandspósts og aðildarfélag BSRB.Nám/námskeið sem ekki skerðir tekjur - 120.000kr. 80% af útlögðum kostnaði.
RAFMENNT er þekkingarfyrirtæki sem veitir þjónustu og sinnir fræðslu fyrir raf- og tækniiðnaðinn á Íslandi. Greitt er að hámarki kr. 140.000.- á ári
Hámarksstyrkur er 80% af námsskeiðskostnaði þó hámarki 150.000 kr. í hverju einstöku námi.
Markmið Menntunarsjóðs SSF er að efla félagsmenn í starfi og gera þá að verðmætari starfsmönnum. Hámarksstyrkur á misseri er 80% af námskeiðsgjöldum, aldrei hærri en kr. 175.000.
Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og starfar skamkvæmt samkomulagi Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi við Sjómannasamband Íslands. Greitt er að hámarki kr. 130.000.- á ári
Sveitamennt SGS og LN er starfsmenntunarsjóður starfsmanna sveitarfélaga á landsbyggðinni innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands. Greitt er að hámarki kr. 130.000.- á ári
Starfsafl – starfsmennt Samtaka Atvinnulífsins, Hámarksgreiðsla er að hámarki kr. 130.000,- á ári.
Félagsmenn VR og annarra aðildarfélaga innan LÍV geta sótt um styrki vegna starfstengdra námskeiða og náms, tómstundanáms og ferðakostnaðar vegna starfstengds náms/ námskeiða og ráðstefna samkvæmt reglum sjóðsins. Greitt er að hámarki kr. 130.000.- á ári
Greitt er að hámarki kr. 110.000.- á ári
Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu varð til við sameiningu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR stéttarfélags í almannaþjónustu Greitt er að hámarki 150.000 kr.
Greitt er að hámarki kr. 130.000.- á ári
Sjóðfélagar öðlast rétt til hámarksstyrks eftir fimm ára sjóðsaðild og hlutfallslega fram að þeim tíma. Hámarksstyrkur er kr. 120.000. Réttur til styrks eykst um kr. 24.000 á ári. Hámarksréttindi eru 240.000 kr. og hækka ekki umfram það.
Veittur er styrkur fyrir 90% af námi / starfstengdu námskeiðsgjaldi/ ráðstefnugjaldi að hámarki 130.000 kr. á ári.
Flest bæjarfélög bjóða upp á frístundastyrki sem hægt er að nota til að niðurgreiða námskeiðin okkar. Styrkirnir eru mismunandi og sama gildir um leiðirnar til að sækja þá. Í listanum hér fyrir neðan má sjá reglur nokkra bæjarfélaga. Algengt er að frístundastyrkir séu um 50.000 kr.
Til að nýta frístundastyrk Reykjavíkurborgar 50.000kr. fyrir börn 10-18 ára þarftu fyrst að skrá barnið á námskeið hjá okkur. Ferð svo inná Frístundakort Reykjavíkur www.fristundakort.is Skráir barnið þitt og gengur frá greiðslu inná gáttinni. Í september 2020 var ákveðið að Reykjavíkurborg styrkir í tilraunaverkefni krakka í Breiðholti aukalega um 30.000kr. eða 80.000 í heildina.
Til að nýta frístundastyrk Kópavogs 50.000.- fyrir börn 10-18 ára þarftu fyrst að skrá barnið á námskeið hjá okkur. Ferð svo inná þjónustugátt Kópavogs: thjonustugatt.kopavogur.is. Skráir barnið þar og gengur frá greiðslu inná gáttinni.
Garðabær hefur haldið uþb eitt námskeið á ári fyrir nemendur í 8-10 bekk. Námskeiðið kostar foreldra skv.verðskrá 2020 kr. 41.000 kr. eftir niðurgreiðslu.
Garðabær styrkir einnig börn 10-18 ára um 50.000kr. á ári kjósi þau að koma á námskeið í Reykjavík. Skila þarf inn kvittun til Garðabæjar fyrir áramót til að fá endurgreiðslu.
Hafnarfjarðarbær hefur gert sérstakan samning við Dale Carnegie. Hvert barn fær 54.000 kr. upp í námskeið sem haldið er einu sinni á ári í Hafnarfirði. Styrkurinn er greiddur út í einu. Námskeiðið i Hafnarfirði kostar 79.000 kr. og er 30.000 kr. ódýrara en sambærilegt námskeið í Reykjavík. Ef íbúar í Hafnarfirði kjósa að nýta sér námskeið í Reykjavík gilda almennar reglur þá fæst 13.500 kr. frístundastyrkur í það námskeið.
Barn er skráð hjá okkur og foreldri sækir um styrkinn hjá Hafnafjarðarbæ
Seltjarnarnes styrkir börn 10-18 ára um 50.000kr. á ári. Þú skráir barnið hjá okkur og sækir um styrkinn inná Mínar síður hjá bænum ásamt greiðslukvittun inná:
Mosfellsbær styrkir börn 10-18 ára um 52.000kr. á ári og 60.000.- fyrir 3 eða fleiri börn.
Þú skráir barnið hjá okkur og sækir um styrkinn inná íbúagátt Mosfellsbæjar.
Akureyri styrkir börn 10-18 ára 40.000kr. á ári
Fyrirtæki greiða iðgjald í starfsmenntasjóði og geta sótt um styrki til námskeiðahalds fyrir sína starfsmenn. Áttin (attin.is) er samstarfsverkefni nokkura starfsmenntasjóða sem einfaldar fyrirtækjum umsóknarferlið. Í mörgum tilfellum geta fyrirtæki sótt allt að 50% fjárfestingarinnar til sjóðanna.
Skoða
Mörg fyrirtæki gera samninga við okkur og fá þá fastann afslátt fyrir sig og sína starfsmenn. Afslátturinn fer eftir fjölda starfsmanna og samningstíma. Við gerum einnig föst veriðtilboð í sérsniðna þjálfun fyrir fyrirtæki.
Sendu okkur fyrirspurn
Sífellt fleiri einstaklingar velja að raða saman 2 til 3 námskeiðum yfir nokkra mánaða tímabil. Sem dæmi má nefna að margir velja að taka Dale Carnegie námskeiðið sem grunn og bæta svo við t.d. stjórnendaþjálfun eða söluþjálfun. Í lokin velja svo margir námskeiðið Áhrifaríkar kynningar. Nokkur stéttarfélög greiða styrki allt að 390.000 kr. fyrir lengra nám.
Sendu okkur fyrirspurn til að fá nánari upplýsingar
Vinnumálastofnun metur námskeiðin okkar sem vinnumarkaðsúrræði og veitir þess vegna námsstyrki allt að 80.000 kr. eða 75% af heildarverði. Af og til höldum við síðan sérstök námskeið fyrir viðskiptavini Vinnumálastofnunar. Þá býður Dale Carnegie sérstakt námskeið fyrir atvinnuleitendur sem kallast Dale á milli starfa. Landsmennt og tengdir sjóðir styrkja Dale á milli starfa 100%.
Til fá styrki frá VMST þarf viðkomandi að ræða við náms- og starfsráðgjafa sem samþykkir greiðslu á það námskeið sem viðkomandi hefur áhuga á.
Sjá reglur VMST hér
eir viðskiptavinir sem velja að koma aftur á námskeið innan 3ja ára fá 30% endurkomu afslátt. Afslátturinn gildir af öllum okkar námskeiðum.
Sum stéttarfélög veita ferðastyrki þurfi einstaklingur að sækja námskeið fjarri heimili sínu. Nokkur stéttarfélög miða við 200 km á milli lögheimilis og staðsetningu námskeiðs. Við hvetjum einstaklinga að kanna reglur hjá sínu stéttarfélagi.
Hægt er að dreifa greiðslum vaxtalaust í 3 mánuði hjá okkur. Ef óskað er t.d. eftir fjármögnun á 4 til 36 mánuði er hægt að gera greiðslukortasamninga. Margir atvinnurekendur sjá Dale Carnegie námskeið sem fjárfestingu í sínu starfsfólki og vilja oft greiða allt námskeiðið eða að hluta. Þá greiða starfsmenntasjóðir einnig niður nám.Fyrir nánari upplýsinga um fjármögnun vinsamlega:
Fyrsti einstaklingur úr fjölskyldu greiðir fullt verð en þeir sem á eftir koma fá 20% afslátt. Miðað er við að þessi afsláttur gildi í 2 ár eftir að fyrsta útskrift hafi átt sér stað. Afslátturinn gildir fyrir fjölskyldu sem býr á sama stað óháð lögheimili.
Fyrir hópa sem telja 12 einstaklinga eða fleiri gerum við sérstök verðtilboð og getum einnig sérsniðið lausnir. Á þeim 100 árum sem við höfum starfað hafa orðið til hundruð námskeiða um allan heim sem eru aðgengileg fyrir hópa á Íslandi.Fyrir nánari upplýsingar:
Námskeiðin okkar fyrir ungt fólk eru almennt sömu gerðar og fyrir fullorðna en þau eru almennt á 35% til 65% lægra verði. Við höfum því nú þegar reiknað veglegan námsmanna afslátt inn í verðið. Ef þú ert eldri en 25 ára og ert í námi færð þú 15% afslátt
Til að meta þarfir einstaklinga bjóðum við ókeypis einkaráðgjöf í síma, á staðnum eða á netinu. Hægt er að hringja í síma 555 7080 eða panta einkaráðgjöf hér:
Fáðu einkaráðgjöf
Við bjóðum upp á ókeypis kynningartíma allt árið um kring fyrir mismunandi aldurshópa. Þessir kynningartímar tengjast Dale Carnegie námskeiðinu og eru hugsaðir til að lýsa mögulegum ávinningi fólks af námskeiðinu. Fullorðnir bóka hér og Ungt fólk hér.
Við veitum 5% staðgreiðsluafslátt til einstaklingar af öllum okkar námskeiðum. Best er að gera pöntun á dale.is og setja staðgreiðsla sem skýringu. Við gefum þá út reikning strax sem þarf að greiða innan 24 klst í heimabanka eða koma á skrifstofu okkar og greiða með peningum eða debit.
Þeir sem eru í starfsendurhæfingu hjá Virk geta fengið styrki á námskeið hjá okkur. Viðkomandi talar við sinn ráðgjafa hjá VIRK sem hefur samband við okkur. Við bjóðum einnig sérstök námskeið fyrir viðskiptavini VIRK.
Við veitum öryrkjum 20% afslátt af námskeiðum okkar. Best er að gera netpöntun á dale.is og tilgreina í skýringu - 20% ÖBÍ.
Þú getur hvenær sem er leitað til okkar ef vilt spyrja einhvers eða vita meira um hvernig þú getur þróað þína hæfileika til árangurs í lífi og starfi.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.