Dale á milli starfa
Námskeið fyrir atvinnuleitendur
Sérsniðið Dale Carnegie námskeið fyrir þá sem eru á milli starfa og í atvinnuleit. Settu eldmóð í atvinnuleitina, virkjaðu styrkleikana þína og stækkaðu tengslanetið.
Markmið námskeiðsins eru:
- Efla sjálfstraust og auka eldmóð til að setja kraft í atvinnuleit, leita nýrra tækifæra og vinna með styrkleika sína.
- Stækka tengslanetið til að styrkja fagleg tengsl og byggja upp ný sambönd
- Auka tjáningarhæfni til að skapa jákvæð áhrif og koma faglega fyrir og af öryggi í mismunandi aðstæðum.
- Bæta viðhorf, minnka kvíða og stjórna streitu í krefjandi aðstæðum og undir álagi.
- Gerð ferilskráar og styrkja ásýnd á samfélagsmiðlum til að auka trúverðugleika og leggja áherslu á styrkleika.
Skráðu þig í ókeypis kynningartíma
Skoða dagsetningar og staðsetningar75% niðurgreitt af VMST
Námskeiðið er hannað í samvinnu við VMST sem styrkir sína viðskiptavini um 75% af verðinu. Flest stéttarfélög greiða svo niður stærstan hluta af því sem eftir er.
Umsókn til VMSTFyrir hverja
Námskeiðið er fyrir alla sem eru á milli starfa og vilja setja kraft í atvinnuleit. Námskeiðið er sérsniðið og byggir á Dale Carnegie námskeiðinu sívinsæla.
Það sem við förum yfir á námskeiðinu
- Gerð framtíðarsýnar og hnitmiðuð markmiðasetning að stefna að næstu 3-6 mánuði.
- Setjum eldmóð í þau verkefni sem hafa áhrif á árangur okkar
- Tökum styrkleikaprófið til að koma auga á styrkleika sem nýtast okkur þegar á móti blæs og á hvaða sviðum við viljum bæta okkur
- Gerum ferilskrá með áherslu á styrkleika og bætum ásýnd á samfélagsmiðlum
- Stækkum tengslanetið og kortleggjum lykilsambönd
- Lærum reglur í mannlegum samskiptum og skuldbindum okkur til að beita þeim til að opna fyrir ný sambönd
- Aukum trúverðugleika í tjáningu með því að þekkja hvernig styrkleikar okkar nýtast og hvernig við komum okkar persónulega vörumerki á framfæri
- Viðhöldum jákvæðu viðhorfi og stjórnum áhyggjum og kvíða
- Stækkum þægindahringinn til að auka kjark og þor og vera sveigjanlegri
- Komum auga á árangur af því að sýna eldmóð, bæta samskipti og veitum öðrum innblástur og hvatningu.
Skipulag
Staðbundin þjálfun: Námskeiðið er haldið með þátttakendum í fundarsal í 6 skipti, tvo og hálfan tíma í senn.
Live Online þjálfun: Námskeiðið er haldið Live Online á netinu, 6 skipti, í tvo og hálfan tíma í senn. Áður en námskeiðið hefst sendum við þér slóð sem þú smellir á og þá opnast þjálfunarumhverfið. Á okkar námskeiðum eru alltaf tveir þjálfarar og annar þeirra er tæknimaður, þér til aðstoðar allan tímann. Á nokkrum mínútum kennum við þér á kerfið og eftir það tekur þú virkan þátt. Einfalt, skemmtilegt og árangursríkt.
Innifalið
Handbók, millifundir, Gullna reglubókin, 30 daga aðgangur að Storytel þar sem þú getur hlustað á bókina How to win friends and influence people eftir Dale Carnegie á ensku, útskriftarskírteini frá Dale Carnegie & Associates. Persónulegur aðgangur að þjálfara meðan á námskeiðinu stendur.
Hagnýtar upplýsingar
Námskeiðið er sérhannað fyrir þá sem eru á milli starfa. Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjaldinu hjá Vinnumálastofnun.
Hvað segja þátttakendur eftir námskeiðið
- 90% hafa aukið sjálfstraust sitt, eru bjartsýnni, sjá fleiri tækifæri, hafa bætt ferilskrá sína og eru virkari í atvinnuleitinni
- 80% þekkja betur styrkleika sína og líður betur
- NPS skorið er 92% (á skala sem er mínus hundra til plús hundrað)
Verð
80.000 kr. *
*Atvinnuleitendur geta fengið styrk að upphæð 60.000 kr. hjá Vinnumálastofnun og fullan styrk hjá VIRK.
Stéttarfélög niðurgreiða hlutinn sem eftir stendur og sum 100%.