Öryggismenning

Búum til talsmenn öryggismála

Núll slys er raunhæfur möguleiki ef okkur tekst að skapa trausta öryggismenningu. Til að það gerist þurfum við hóp af fólki sem eru talsmenn öryggismála og fá aðra í lið með sér. Góð samskipti skapa traust, sem aftur er grunnurinn að öryggi. Við þurfum að fremja öryggi.

Markmið námskeiðsins er að hafa áhrif á viðhorf einstaklinga þannig að þeir sýni frumkvæði í að láta öryggismál sig varða og taki ábyrgð á eigin öryggi og starfsmanna.

Þú færð verkfæri sem hjálpa þér að eiga liprari samskipti í viðkvæmum aðstæðum og að vera meðvituð um hvernig þú getur aðlagað tjáningastíl þinn að ólíkum einstaklingum og þannig haft áhrif á viðhorf annarra til öryggismála.

Enginn einn aðili getur skapað nýja öryggismenningu en þú getur haft veruleg áhrif á aðra sem á endanum verður til þess að bæta menninguna og fækka slysum.

Skoða dagsetningar og staðsetningar
Icon/How it will help you/BlackCreated with Sketch.

Fyrir hverja

Stjórnendur, öryggisstjóra, gæðastjóra, mannauðsfólk, meðlimi öryggisnefnda og alla þá sem bera hag samstarfsmanna fyrir brjósti.

Námseiningar

Námið gefur 2 alþjóðlegar endurmenntunareiningar (Continuing Education Unit – CEU)

Page 1Created with Sketch.

Það sem við förum yfir

Samskiptahæfni til að byggja upp traust, heiðarleika og samvinnu Tjáningarhæfni til að ná til annarra og selja hugmyndir með story telling aðferðum Sjálfsmeðvitund til að þekkja og virkja styrkleika þína í að skapa öryggismenningu Tjáskipti sem lágmarka ágreining og árekstra Þjálfaraeiginleika sem hjálpa öðrum að meðtaka endurgjöf Umburðarlyndi til að skilja og vinna með ólíkum einstaklingum

Page 1Created with Sketch.

Skipulag

Námskeiðið fer fram á Teams og er með virkri þátttöku í rauntíma en Dale Carnegie hefur þróað online kennsluaðferðir í 15 ár. Námskeiðið er í fjögur skipti, 2,5 klst. í senn, með viku millibili. Hópar geta óskað eftir öðru fyrirkomulagi.

Page 1Created with Sketch.

Innifalið

Aðgangur að fræðslukerfinu eVolve og útskrifarskírteini frá Dale Carnegie & Associates.

Verð

175.000 kr.
Ath. Starfsmenntasjóðir styrkja námskeiðið