Þjálfun fyrir þjálfara

Train the trainer

Við þekkjum öll tilfinninguna að finnast eitthvað einfalt á meðan öðrum finnst það flókið. Í meira en 100 ár höfum við þróað eigin aðferðir til að þjálfa Dale Carnegie þjálfara og nú býðst þér að læra af okkar reynslu og efla innanhúss fræðsluna.

Í hverju fyrirtæki eða stofnun býr ómetanleg þekking sem hægt er að koma til annarra. Oftast er það þannig að sá sem veit mest er fenginn til að þjálfa aðra. En er viðkomandi endilega góður þjálfari? Á þessu námskeiði læra þátttakendur aðferðir sem fá þátttakendur til að skilja og tileinka sér. Við lærum lóðsun, endurgjöf, faglega framkomu og praktískar leiðir til að hafa stjórn á aðstæðum.

Skoða dagsetningar og staðsetningar
Icon/How it will help you/BlackCreated with Sketch.

Fyrir hverja

Alla sem þurfa að miðla þekkingu sinni til annarra sb.; mannauðsfólk, stjórnendur, vörustjórar, gæðastjórar og aðrir mentorar.

Námseiningar

Námið gefur eina alþjóðlega endurmenntunareiningu (Continuing Education Unit – CEU)

Page 1Created with Sketch.

Það sem við förum yfir

Undirbúningur þjálfunar t.d. varðandi greiningu þátttakenda og námskeiðsgögn Raddbeiting og líkamstjáning Lóðsun hópa og að skapa umhverfi sem hvetur til tjáskipta og virkja þátttakendur Fjölbreytt spurningatækni fyrir fjölbreyttar aðstæður Samskiptatækni til að takast á við mismunandi einstaklinga með mismunandi viðhorf og hegðun Aðferðir við sjálfsstjórn í krefjandi aðstæðum Endurgjöf og hrós Mæta erfiðum spurningum af sjálfsöryggi Aðferðir til að tryggja yfirfærslu þekkingar (adaptive coaching)

Page 1Created with Sketch.

Skipulag

Staðbundið námskeið sem eru tveir hálfir dagar (2 x 3,5 klst) með viku millibili. Einnig mögulegt fyrir hópa með öðru sniði.

Page 1Created with Sketch.

Innifalið

Aðgangur að fræðslukerfinu eVolve, sjálfsmat og útskrifarskírteini frá Dale Carnegie & Associates.

Hagnýtar upplýsingar

Athugið að um er að ræða heildarverð námskeiða, fyrir niðurgreiðslu stéttarfélaga og framlög vinnuveitanda. Kannaðu stöðuna hjá þínu stéttarfélagi.

Verð

145.000 kr.
Ath. Starfsmenntasjóðir styrkja námskeiðið

Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir

Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir

Það jók sjálfstraust mitt að takast á við aðstæður sem gjarnan vekja kvíða og ótta. Ég fékk þjálfun í að nýta hæfileikana sem í mér búa. Með því að leysa krefjandi verkefni lærði ég jákvæðari leiðir í samskiptum við aðra. Námskeiðið gaf mér þor til að standa með mínum eigin skoðunum og ég fékk nýja sýn á sjálfa mig. Í staðinn fyrir hindrandir sé ég núna fleiri tækifæri í lífinu.

“Dale Carnegie hjálpaði mér að öðlast sjálfstraust og sigurvissu við aðstæður sem áður ollu mér kvíða- að standa fyrir framan hóp fólks. Námskeiðið er byggt upp á snilldarlegan hátt þar sem við förum í gegnum skemmtileg og ný viðfangsefni undir leiðsögn stórkostlegra þjálfara. Förum út fyrir þægindarammann, styrkjumst í samkennd, erum einlæg og öðlumst einstakt traust í hópnum. Dale hefur kallað fram styrkleika mína- fær þá til að njóta sín. Ég mun í framtíðinni nýta mér námskeiðið sem höfundur Útkallsbókanna, til að miðla mannlegum frásögnum úr raunveruleikanum til skólafólks og annarra landa minna.”
Óttar Sveinsson