Komdu í hóp yfir 30.000 Íslendinga sem hafa útskrifast hjá okkur. Í meira en 100 ár höfum við aukið leiðtogahæfni, bætt sambönd og samskipti, eflt tjáningu og dregið úr streitu.
Með því að auka sjálfstraust og færni í samskiptum við aðra munt þú hafa þau áhrif sem þú þarft til að ná nýjum hæðum í leik og starfi. Þú verður meira sannfærandi í tjáskiptum og átt auðveldara með að takast á við breytingar, stjórna streitu og hafa hvetjandi áhrif á aðra. Dale Carnegie námskeiðið hjálpar þér að verða snillingur í mannlegum samskiptum. Það mun gera þér kleift að þrífast í hvaða umhverfi sem er og þú munt uppgötva hvernig á að mynda nánari og meira gefandi sambönd.
Skráðu þig í ókeypis kynningartíma
Námskeiðið er fyrir alla sem vilja sýna hvað í þeim býr, auka hugrekki sitt, taka stærri skref, verða sterkari leiðtogi og hafa góð áhrif á aðra.
Námið gefur 2,8 alþjóðlegar endurmenntunareiningar (Continuing Education Unit – CEU)
Staðbundin þjálfun: Námskeiðið er haldið með þátttakendum í fundarsal í 8 skipti, fjóra tíma í senn. Hægt er að velja um að koma einu sinni í viku í 8 vikur eða tvisvar í viku í fjórar vikur. Einnig er hægt að velja kvöld- eða morgunnámskeið.
Live Online þjálfun: Námskeiðið er haldið Live Online á netinu, 8 skipti, í þrjá tíma í senn. Þú velur dagsetningu sem þér hentar og skráir þig. Áður en námskeiðið hefst sendum við þér slóð sem þú smellir á og þá opnast þálfunarumhverfið. Á okkar námskeiðum eru alltaf tveir þjálfarar og annar þeirra er tæknimaður, þér til aðstoðar allan tímann. Á nokkrum mínútum kennum við þér á kerfið og eftir það tekur þú virkan þátt. Einfalt, skemmtilegt og árangursríkt.
Handbók, millifundir, Gullna reglubókin, 30 daga áskrift af Storytel þar sem hægt er að hlusta á bækurnar Vinsældir og áhrif og Lífsgleði njóttu eftir Dale Carnegie. Útskriftarskírteini frá Dale Carnegie & Associates. Persónulegur aðgangur að þjálfara meðan á námskeiðinu stendur.
Athugið að um er að ræða heildarverð námskeiða, fyrir niðurgreiðslu stéttarfélaga og framlög vinnuveitanda. Kannaðu stöðuna hjá þínu stéttarfélagi.
Staðbundið: 215.000 kr. Live Online: 185.000 kr.
Smelltu á Skráning til að sjá allar dagsetningar námskeiðsins.
Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir