Þú hefur svörin

Lífið virðist stundum flókið og áskoranir koma úr öllum áttum. Stundum eigum við til að festast í eigin hugsunum og lausnirnar blasa ekki við. Engu að síður vitum við að þú hefur svörin og það er okkar að hjálpa þér að finna þau.

Markþjálfunin okkar byggir á gildum Dale Carnegie og ferli sem innifelur árangursmiðað og kerfisbundið samtal. Þú ræður umræðuefninu og við spyrjum spurninga sem opna á hugmyndir og svör. Markþjálfun er hægt að taka eina sér eða meðfram námskeiðum og þegar það er gert mælum við með að taka einn tíma fyrir námskeið, annan þegar námskeiðið er hálfnað og einn tíma eftir námskeiðið. Við mælum með að ekki séu teknir færri en 3 tímar. Í þessari tegund þjálfunar horfum við aldrei um öxl heldur höfum nútíð og framtíð í brennidepli enda lifum við ekki í fortíðinni. Prófaðu markþjalfun og leggðu grunninn að spennandi framtíð.

Markþjálfarnir okkar

Markþjálfa teymið hefur að skipa einstaklinga með mismunandi reynslu úr atvinnulífinu og með fjölbreyttan bakgrunn.

Pantaðu ókeypis 15 mínútna samtal við markþjálfa

    Dagsetning og tími
    Page 1Created with Sketch.

    Mikilvægar upplýsingar

    Verð

    Stakur 60 mínútna tími kostar 33.000 kr. og veittur er 10% afsláttur þegar teknir eru 3 tímar eða fleiri. Þegar markþjálfun er keypt samhliða námskeiði er veittur 15% afsláttur af markþjálfun.