Dale fyrir ungt fólk

Generation Next

Það býr kraftur í ungu fólki. Orka sem þarf beisla og beina í réttan farveg. Á námskeiðunum leggjum við grunninn að okkar eigin stefnu fyrir framtíðina. Við þjálfumst í því að líta á áskoranir sem tækifæri og bæta hæfni okkar og viðhorf. Við förum út fyrir þægindahringinn. Reynum á okkur og styrkjum þannig sjálfsmyndina. Við upplifum jákvæðar tilfinningar. Upplifum sigra og aukum þannig sjálfstraustið. Við verðum öflugri leiðtogar í okkar umhverfi og lífi.

Námskeiðin

Fyrir börn og unglinga bjóðum við námskeið fyrir fjóra mismunandi aldurshópa. Krakka á aldrinum 10 til 12 ára. Efri bekki grunnskóla eða frá 13 til 15 ára. Fyrir menntaskóla aldur 16 til 19 ára og svo fyrir 20 til 25 sem eru háskólanemar eða á vinnumarkaði.

Velferð ungs fólks er alltaf í fyrsta sæti

Siðareglur

Siðareglur

Velferð þátttakenda okkar er alltaf í fyrsta sæti. Að vinna með börnum krefst nærgætni og þess vegna höfum við skýrar siðareglur sem þjálfarar og aðstoðarmenn undirgangast ásamt því að skila inn sakavottorði.

 1. Meðhöndlum alla þátttakendur á einstaklingsgrunni og á þeirra eigin forsendum. Höfum í huga atriði er varða nálægð og veitum stuðning án snertingar.
 2. Öflum samvinnu þátttakenda og kennum þeim að taka ábyrgð á eigin hegðun og framförum.
 3. Verum réttlát, umhyggjusöm og heiðarleg gagnvart þátttakendum og sýnum öllum þátttakendum virðingu.
 4. Höfum það í huga að vera góð fyrirmynd og mynda eingöngu samband á faglegum nótum.
 5. Gerum athugasemd við ógnandi eða ofbeldisfulla tilburði.
 6. Líðum hvorki andlegt né líkamlegt ofbeldi.
 7. Tökum aldrei að okkur akstur iðkenda, hvorki á millifundi eða námskeið nema með leyfi foreldra, annaðhvort skriflegt leyfi eða tala við foreldra sjálf(ur). Þjáfari eða aðstoðarmaður skal ekki vera einn í lokuðu rými með þátttakenda.
 8. Sinnum þátttakendum af alúð á námskeiði og á millifundum. Drögum skýr mörk á milli stuðnings við þátttakendur og einkalífs okkar og tíma.
 9. Virðum aldurstakmörk varðandi notkun þátttakenda á áfengi, tóbaki og eftirlitslausar samkomur. Við höldum ekki millifundi á veitingahúsum sem selja áfengi.
 10. Gætum fyllsta trúnaðar við þátttakendur og aðstoðarmenn og pössum upp á gögn tengd námskeiðinu. Eyðum gögnum í lok námskeiðs samkvæmt GDPR stöðlum okkar.
 11. Gerum okkur grein fyrir valdastöðu okkar gangvart þátttakendum og berum virðingu fyrir því.
 12. Ef einstaklingur undir 18 ára skýrir frá broti ber okkur að tilkynna það barnaverndar yfirvöldum.
“Ég er svo ánægð að ég ætla fara aftur. Fékk mjög mikið sjálfstraust og fannst æðislega skemmtilegt. Hvet ALLA til að prófa svona námskeið! Fann hugrekki og kraft. Þetta er gott fyrir ALLA hvort sem þeir geta staðið upp og talað fyrir framan aðra eða ekki. Eignaðist góða vini og fannst þjálfararnir frábærir :D”