Dale fyrir 13-15 ára

Generation Next

Vertu meistari í að standa með þér og segja þína skoðun! Mundu að óttinn er hvergi til nema í huganum.

Þetta er krefjandi og skemmtilegt námskeið sem ýtir undir frumkvæði og eflir sjálfstraust þátttakenda. Að hafa jákvæða sjálfsmynd og trú á sjálfan sig hefur sjaldan verið jafn mikilvægt og í dag með síauknum samanburði við jafnaldra. Á þessu námskeiði lærum við að þekkja okkur sjálf betur, setja okkur markmið og þjálfum færni sem gerir okkur kleift að ná þeim. Með þessu eflist leiðtogafærni einstaklinga og verða þeir betur í stakk búnir til þess að vera stjórnendur í eigin lífi.

Við vitum að unglingar hafa ríka þörf á að upplifa viðurkenningu á því hver þau eru og mætum við þeim á jafningjagrundvelli. Þau eru hvött til þess að segja sínar skoðanir og láta til sín taka. Í gegnum fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar þjálfumst við í því að stíga út fyrir þægindahringinn og takast á við áskoranir. Aukið jákvætt viðhorf gerir okkur kleift að hugsa í lausnum þegar við stöndum frammi fyrir erfiðum verkefnum. Við þjálfumst í því að vinna með öðrum og mynda sterkari tengsl við fólkið í kringum okkur. Á námskeiðinu einblínum við á þá jákvæðu eiginleika sem koma fram með því að hrósa og hvetja áfram.

Skráðu þig í ókeypis kynningartíma

Skoða dagsetningar og staðsetningar
Person standing next to flag

Fyrir hverja

Þetta er fyrir ungt fólk í 8. til 10. bekk sem vilja vera leiðtogar í eigin lífi, sýna hvað í þeim býr, auka hugrekki og líða almennt betur í eigin skinni.

Open book

Það sem við förum yfir

  • Eflum sjálfstraust og lærum að þekkja okkur sjálf
  • Kynnumst áhrifaríkum aðferðum til að þora að taka frumkvæði í samskiptum og dýpka sambönd í kringum okkur
  • Þjálfum okkur í að tala fyrir framan hóp og verða betri í tjáningu
  • Skoðum virði þess að vera duglegri og leggja okkur fram
  • Lærum aðferðir sem að hjálpa okkur að verða jákvæðari
  • Lærum hvað hrós og hvatning getur haft jákvæð áhrif á okkur sjálf og aðra
  • Eflum frumkvæði og leiðtogafærni
Open book

Skipulag

Haust- og vetrarnámskeið eru 9 skipti yfir 10 vikna tímabil, einu sinni í viku. 8 skipti í 3,5 klst. og tveimur vikum síðar er svo endurkomutími, sem er 1,5 klst.

Sumarnámskeiðið er í 3,5 klst. á dag, 8 virka daga í röð ásamt endurkomutíma sem er tveimur vikum eftir útskrift.

Open book

Innifalið

Handbók, millifundir og Gullna reglubókin. Útskriftarskírteini frá Dale Carnegie & Associates. Persónulegur aðgangur að þjálfara meðan á námskeiðinu stendur

Hagnýtar upplýsingar

Hagnýtar upplýsingar

Athugið að í flestum tilfellum er hægt að nýta frístundastyrk.

Person standing next to flag

Verð

119.000

Vitnisburður úr nafnlausu gæðamati
“Námskeiðið leið mjög hratt og þetta var sjúklega skemmtilegt og áhrifamikið. Ég mundi algjörlega segja að ég sé öruggari með sjálfa mig og betri í samskiptum eftir að hafa farið á Dale. Þetta námskeið hjálpar manni í alvörunni.”