Þjálfaðu hugrekkisvöðvann og byggðu grunninn að ævintýralega skemmtilegu lífi!
Á þessu námskeiði leggjum við grunninn að ábyrgð og meðvitund um mikilvægi þess að móta eigin stefnu fyrir framtíðina. Við horfumst í augu við okkur sjálf, okkar styrkleika og takmarkanir og setjum okkur skýr og raunhæf markmið. Við þjálfumst í að líta á áskoranir sem tækifæri til þess að efla okkur og ná lengra.
Á framhaldskólaárunum eru oft miklar breytingar í lífi okkar og það reynir á okkur á nýjan hátt t.d. í samskiptum við vini og fjölskyldu. Það er líka mikilvægt að forgangsraða rétt svo við veljum það besta fyrir okkur og náum að takast á við stress og kvíða. Í gegnum þjálfunina eflum við einnig tjáningahæfileika okkar og verðum betri í að tala fyrir framan hópa og halda kynningar. Með því að stíga markvisst út fyrir þægindahringinn eflum við sjálfstraustið og þorum meira! Sjálfsmyndin styrkist við jákvæðari upplifanir af sjálfum okkur og við verðum öflugri leiðtogar í okkar umhverfi.
Skráðu þig í ókeypis kynningartíma
Þetta er fyrir ungmenni á menntaskólaaldri sem að vilja vera leiðtogar í eigin lífi, sýna hvað í þeim býr, auka hugrekki og líða almennt betur í eigin skinni.
Námið gefur 2,8 alþjóðlegar endurmenntunareiningar (Continuing Education Unit – CEU)
Haust- og vetrarnámskeið eru 9 skipti yfir 10 vikna tímabil, einu sinni í viku. 8 skipti í 4 klst. og tveimur vikum síðar er svo endurkomutími, sem er 1,5 klst.
Sumarnámskeiðið eru 9 skipti. 2 skipti í viku í 4 vikur og endurkomutími sem er tveimur vikum eftir útskrift.
Handbók, millifundir og Gullna reglubókin. Útskriftarskírteini frá Dale Carnegie & Associates. Persónulegur aðgangur að þjálfara meðan á námskeiðinu stendur
Athugið að um er að ræða heildarverð námskeiða, fyrir niðurgreiðslu stéttarfélaga og framlög vinnuveitanda. Kannaðu stöðuna hjá þínu stéttarfélagi
Flestir framhaldsskólar meta námskeiðin til eininga enda eru þau ISO vottuð með skýrum námsmarkmiðum. Námskeiðin eru 33 klst að lengd með 8 millifundum eða rúmir 40 klst í heildina. Alþjóðlegt útskriftarskírteini er tekið gilt af flestum framhaldsskólum.
125.000
Smelltu á Skráning til að sjá allar dagsetningar námskeiðsins.