Leiðtogabúðir fyrir 10-12 ára

Fyrir krakka á aldrinum 10 – 12 ára

Markmið leiðtogabúðanna er að efla leiðtogahæfni krakka á aldrinum 10 til 12 ára og styrkja sjálfsmynd þeirra. Þjálfunin byggir á viðurkenndum aðferðum og efni sem sannað hefur gildi sitt um allan heim í áratugi. Hugmyndafræði og gildi Dale Carnegie er blandað við uppbyggilega leiki sem hjálpar barninu að skilja samhengið enn betur. Skoða dagsetningar og staðsetningar

Nokkrar myndir frá fyrri Leiðtogabúðum

Icon/How it will help you/BlackCreated with Sketch.

Fyrir hverja

Þetta er fyrir krakka í 5. til 7. bekk sem að vilja vera leiðtogar í eigin lífi, sýna hvað í þeim býr, auka hugrekki og líða almennt betur í eigin skinni.

Page 1Created with Sketch.

Það sem við förum yfir

Auka sjálfstraust, fá sterkari sjálfsmynd og trú á eigin getu Hugrekki til að segja sína skoðun og standa með sjálfum/ri sér Leiðir til að kynnast nýjum krökkum og rækta vinasambönd Vinna með leiðir til að minnka kvíða og áhyggjur Mikilvægi umburðalyndis og auðmýktar Setja sér markmið og dreyma stórt Tileinka sér jákvætt viðhorf

Page 1Created with Sketch.

Skipulag

Leiðtogabúðirnar eru 4 heilir dagar. Mætt að morgni til Dale Carnegie Ármúla 11, 3. hæð kl. 9 og stendur námskeiðið til kl. 16.30. Farið er með rútu fyrstu 3 dagana. Við förum á ströndina og á leikjasvæði í nágrenni Reykjavíkur þar sem við stillum upp leikjum í ævintýralegum skógi við Hvaleyrarvatn og nýtum fjallakofa staðarins. Síðasta daginn höldum útskrift í Ármúla þar sem foreldrar eru velkomnir.

Page 1Created with Sketch.

Innifalið

Verkefnabók og skriffæri, Gullna reglubókin, Útskriftarskírteini frá Dale Carnegie & Associates. Persónulegur aðgangur að þjálfara, rútuferðir og leikaðstaða. Ath. Börnin koma sjálf með nesti.

Hagnýtar upplýsingar

Athugið að í flestum tilfellum er hægt að nýta frístundastyrk.

Verð

99.000 kr.

“VÁ hvað þetta var skemmtilegt námskeið! Allt öðruvísi en ég hélt. Ég eignaðist góða vini og núna er miklu auðveldara að tala við allskonar fólk og segja hvað mér finnst. Allt í einu er kvíðinn líka miklu minni því ég veit ég má gera mistök.”
Vitnisburður úr nafnlausu gæðamati