Þetta er fyrir krakka í 5. til 7. bekk sem að vilja vera leiðtogar í eigin lífi, sýna hvað í þeim býr, auka hugrekki og líða almennt betur í eigin skinni.
Auka sjálfstraust, fá sterkari sjálfsmynd og trú á eigin getu Hugrekki til að segja sína skoðun og standa með sjálfum/ri sér Leiðir til að kynnast nýjum krökkum og rækta vinasambönd Vinna með leiðir til að minnka kvíða og áhyggjur Mikilvægi umburðalyndis og auðmýktar Setja sér markmið og dreyma stórt Tileinka sér jákvætt viðhorf
Leiðtogabúðirnar eru 4 heilir dagar. Mætt að morgni til Dale Carnegie Ármúla 11, 3. hæð kl. 9 og stendur námskeiðið til kl. 16.30. Farið er með rútu fyrstu 3 dagana. Við förum á ströndina og á leikjasvæði í nágrenni Reykjavíkur þar sem við stillum upp leikjum í ævintýralegum skógi við Hvaleyrarvatn og nýtum fjallakofa staðarins. Síðasta daginn höldum útskrift í Ármúla þar sem foreldrar eru velkomnir.
Verkefnabók og skriffæri, Gullna reglubókin, Útskriftarskírteini frá Dale Carnegie & Associates. Persónulegur aðgangur að þjálfara, rútuferðir og leikaðstaða. Ath. Börnin koma sjálf með nesti.
Athugið að í flestum tilfellum er hægt að nýta frístundastyrk.
99.000 kr.
Smelltu á Skráning til að sjá allar dagsetningar námskeiðsins.
Engar komandi dagsetningar