Markmið leiðtogabúðanna er að efla leiðtogahæfni krakka á aldrinum 10 til 12 ára og styrkja sjálfsmynd þeirra. Þjálfunin byggir á viðurkenndum aðferðum og efni sem sannað hefur gildi sitt um allan heim í áratugi. Hugmyndafræði og gildi Dale Carnegie er blandað við uppbyggilega leiki sem hjálpar barninu að skilja samhengið enn betur.
Þetta er fyrir krakka í 4. til 7. bekk sem að vilja vera leiðtogar í eigin lífi, sýna hvað í þeim býr, auka hugrekki og líða almennt betur í eigin skinni.
Leiðtogabúðirnar eru 4 heilir dagar. Mætt að morgni til Dale Carnegie Ármúla 11, 3. hæð kl. 9 og stendur námskeiðið til kl. 16.30. Farið er með rútu fyrstu 3 dagana. Við förum á ströndina og á leikjasvæði í nágrenni Reykjavíkur þar sem við stillum upp leikjum í ævintýralegum skógi við Hvaleyrarvatn og nýtum fjallakofa staðarins. Síðasta daginn höldum útskrift í Ármúla þar sem foreldrar eru velkomnir.
Verkefnabók og skriffæri, Gullna reglubókin, Útskriftarskírteini frá Dale Carnegie & Associates. Persónulegur aðgangur að þjálfara, rútuferðir og leikaðstaða. Ath. Börnin koma sjálf með nesti.
Athugið að í flestum tilfellum er hægt að nýta frístundastyrk.
95.000
Smelltu á Skráning til að sjá allar dagsetningar námskeiðsins.