Dale fyrir 20-25 ára

Generation Next

Þjálfaðu þig í að hugsa stórt, grípa tækifærin og treysta þér í spennandi verkefni!
Ungt fólk undir 25 ára aldri greiðir 35% lægra verð og starfsmenntasjóðir niðurgreiða námskeiðin að auki.

Þetta er krefjandi námskeið sem að fær þig til að sjá lífið í nýju ljósi og ögrar þér á þann hátt sem þú þarft á að halda, leitað er leiða til að ná persónumiðuðum árangri og þannig hjálpum við hverjum og einum að efla sig. Á námskeiðinu er áhersla lögð á að þátttakendur skapi sinn eigin leiðarvísi með persónulegum markmiðum og framtíðarsýn. Hver þátttakandi vinnur markvisst að sínum markmiðum með aðstoð þjálfara í átt að árangursríkri framtíð. Við ýtum okkur út fyrir þægindahringinn og þjálfumst í því að líta á áskoranir sem tækifæri til þess að efla okkur og ná lengra. Á þennan hátt finnum við nýja styrkleika sem nýtast okkur í námi og starfi. Ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref út í atvinnulífið uppgötvar nýjar hliðar á sjálfu sér og samskipti verða flóknari. Samkeppni og samanburður getur verið yfirþyrmandi á þessum tíma og nauðsynlegt að hafa jákvæða og sterka sjálfsmynd og trú á því að manni takist vel til. Á námskeiðinu lærum við leiðir til þess að auka framtakssemi og frumkvæði sem hjálpar okkur að koma hlutunum í verk í stað þess að fresta. Við þjálfum okkur upp í því að vera við stjórnvölin í eigin lífi en ekki einungis þátttakendur sem að fljóta með. Skoða dagsetningar og staðsetningar
Icon/How it will help you/BlackCreated with Sketch.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir háskólanema og ungt fólk á vinnumarkaði sem vill sýna hvað í þeim býr, auka hugrekki sitt, taka stærri skref, verða sterkari leiðtogi og hafa góð áhrif á aðra

Námseiningar

Námið gefur 2,8 alþjóðlegar endurmenntunareiningar
(Continuing Education Unit – CEU)

Page 1Created with Sketch.

Það sem við förum yfir

Þjálfum okkur í tjáningu í að auka trúverðugleika, öryggi og fagmennsku Kynnumst áhrifaríkum aðferðum til að eiga frumkvæði í samskiptum og dýpka sambönd Skoðum virði eldmóðsins og þess að leggja okkur fram Lærum aðferðir til að setja okkur markmið og skipuleggja okkur betur Förum yfir gildi þess að vera jákvæðari og lærum að stjórna viðhorfinu okkar betur Lærum mikilvægi þess að taka ábyrgð og stjórn á eigin lífi Eflum eiginleika til samvinnu og aukum leiðtogafærni Aukum sjálfstraust

Page 1Created with Sketch.

Skipulag

Staðbundin þjálfun: Námskeiðið er einu sinni í viku í 8 vikur kl. 18-22.

Live Online þjálfun: Námskeiðið er haldið Live Online á netinu, 8 skipti, í þrjá tíma í senn frá kl. 18-21. Áður en námskeiðið hefst sendum við þér slóð sem þú smellir á og þá opnast þálfunarumhverfið. Á okkar námskeiðum eru alltaf tveir þjálfarar og annar þeirra er tæknimaður, þér til aðstoðar allan tímann. Á nokkrum mínútum kennum við þér á kerfið og eftir það tekur þú virkan þátt. Einfalt, skemmtilegt og árangursríkt.

Page 1Created with Sketch.

Innifalið

Handbók, millifundir og Gullna reglubókin. Útskriftarskírteini frá Dale Carnegie & Associates. Persónulegur aðgangur að þjálfara meðan á námskeiðinu stendur.

Hagnýtar upplýsingar

Athugið að um er að ræða heildarverð námskeiða, fyrir niðurgreiðslu stéttarfélaga og framlög vinnuveitanda. Kannaðu stöðuna hjá þínu stéttarfélagi

Verð

145.000 kr.

“Mér fannst umgjörðin öll vera svo góð, þjálfari og aðstoðarmenn vissu nákvæmlega hvað þeir voru að segja og komu því til skila á sannfærandi máta. Ég upplifði mikinn stuðning við að ná markmiðum mínum. Þetta var mjög skemmtilegt og það hefðu ALLIR gott af því að fara á þetta, sama hversu sjálfsöruggur maður er.”

Vitnisburður úr nafnlausu gæðamati