Það er bara eitthvað sem gerist innra með manni sem skapar innri gleði og lífsfyllingu

Ég fór á mitt fyrsta Dale Carnagie námskeið um áramótin 1973/74 en í þá daga var Konráð Adophsson aðalkennarinn og eigandinn. Seinna varð ég svo aðstoðarmaður tvisvar, fyrst 1975 og svo 1979.

Ég fór svo aftur sem þátttakandi á námskeiðið haustið 2020. Það sem ég hef fengið út úr námskeiðunum er; víðsýni, öryggi við að tala fyrir framan fólk, mannleg samskipti og innsæi sem bara kemur að sjálfu sér þegar maður les bækurnar Lífsgleði njóttu og Vinsældir og áhrif. Það er bara eitthvað sem gerist innra með manni sem skapar innri gleði og lífsfyllingu. Ég hvet alla til að fara á Dale Carnagie námskeið, því fyrr þeim mun betra. Það skrítna er að ef maður borgar fyrir það úr eigin vasa þá hefur maður meira út úr því.
Áfram veginn!