Eftir námskeiðið finn ég fyrir meira öryggi í framkomu og finnst ég betur ná að stjórna aðstæðunum í kringum mig

Ég sótti námskeiðið „áhrifaríkar kynningar“ sem fór vel fram úr mínum væntingum. Námskeiðið var í senn krefjandi að fara í gegnum en ávinningurinn mikill. Mér fannst kostur að námskeiðið væri tveir heilir dagar þar sem kafað er ofan í hagnýta tækni og aðferðir sem sitja eftir hjá manni. Eftir námskeiðið finn ég fyrir meira öryggi í framkomu, finnst ég betur ná að stjórna aðstæðunum í kringum mig, það sem vegur þó þyngst er að ég lærði hvernig ég gæti nýtt röddina mína betur.