Í dag hef ég haldið 60 fyrirlestra fyrir yfir 1500 manns

Svenni Sampsted

Þegar ég var 14 ára þá fékk ég Dale Carnegie námskeið í fermingargjöf. Á þeim tíma var ég feiminn unglingur og fannst fátt óþægilegra en tilhugsunin um að tala fyrir framan aðra. Ég var hikandi við að fara á námskeiðið en foreldrar mínir, sem höfðu sjálf farið á Dale Carnegie, hvöttu mig áfram og ég ákvað að taka þátt. Það var frábær ákvörðun. Námskeiðið kenndi mér að sýna öðrum einlægan áhuga og mikilvægi þess að vera góður hlustandi, sem reyndist mér mikilvægur lykill að mannlegum samskiptum. Einnig kviknaði mikil ástríða fyrir því að tala fyrir framan aðra og núna var ég spenntur fyrir því að halda kynningar í skólanum.

Síðan þegar ég var 27 ára var mér boðið starf sem fyrirlesari og ég ákvað því að fara aftur á Dale Carnegie til undirbúa mig fyrir starfið. Ég lærði að tjá mig á áhrifríkan og einlægan hátt auk þess að geta átt yfirveguð samskipti við þá sem eru ósammála manni. Fyrirlestrarnir hafa gengið ótrúlega vel og ég hef verið spurður hvort ég sé leikari því frásögnin var svo lifandi og persónuleg. Í dag hef ég haldið 60 fyrirlestra fyrir yfir 1500 manns og fengið viðurkenningu sem Framúrskarandi Ungur Íslendingur árið 2023 fyrir fyrirlesturinn og önnur verkefni.