Þau hjálpa okkur að ákveða hvað er mikilvægt og lýsa því hvers konar manneskja við viljum vera; hvernig við komum fram við okkur sjálf og aðra og samskipti okkar við heiminn í kringum okkur.
Þegar við ákveðum gildin okkar er snjallt að velja nokkur grundvallar gildi sem eru ófrávíkjanleg í okkar huga og við myndum ekki gera málamiðlanir um. Við getum líka notað gildi sem stefnumótandi hugmyndafræði og valið gildi sem við höfum ekki í dag en langar og stefnum á að hafa og lifa eftir.
Við hvetjum þig til að gefa þér tíma og skrifa gildin þín niður og ræða þau við maka, vini eða fjölskyldu. Við hvetjum líka foreldra til að ræða gildi við börnin sín og hjálpa þeim að ákveða sín gildi fyrir framtíðina.
Hér fyrir neðan eru margar hugmyndir að gildum og ein leið til að finna þín gildi er að velja 10 til 20 af gildunum hér fyrir neðan og strika svo út eitt og eitt þar til 2-5 gildi standa eftir.
Við vinnum með gildi á mörgum námskeiðum okkar. Senda okkur fyrirspurn um hvaða námskeið hentar þér best eða hringdu í síma 555 7080.
Dale Carnegie námskeiðið
Dale fyrir ungt fólk
Stjórnendaþjálfun
Kynningar
Sölu- og þjónustuhæfni
Sérsniðnar fyrirtækjalausnir