Sérsniðin þjálfun fyrir þitt fyrirtæki

Hjá okkur starfar öflugt teymi fyrirtækjaráðgjafa sem þekkja áskoranir íslenskra fyrirtækja vel. Í rúm 50 ár höfum sniðið lausnir fyrir hópa til að tryggja árangur þeirra. Hvort heldur um er að ræða stjórnendur, söluteymi, sérfræðinga eða almenna starfsmenn höfum við þaulreyndar lausnir.

Hafðu samband

4 leiðir til að auka arðsemi á óvissutímum

Skoða kynningu

CBDS náms einingakerfið

Sem alþjóðlegt þjálfunarfyrirtæki höfum við aðgang að stóru gagnasafni og námsefni sem tekur á flestum áskorunum fyrirtækja. Í dag höfum við um 200 námseiningar þýddar á íslensku og ríflega 300 smærri námskeið sem hægt er að staðfæra. Möguleikarnir eru nær endalausir.

Rammasamningar um þjálfun

Tugir fyrirtækja hafa valið þá leið að gera samning við okkur um þjálfun. Með því móti byggist upp þekking á þörfum fyrirtækisins og mannauði þess og fyrirtækið nýtur góðs af magnafsláttum.

Þarfagreining

Við eigum nokkrar öflugar aðferðir til að greina þarfir fyrirtækja eða hópa innan þeirra sb. greiningarsamtöl, greiningarfundi eða rafræn möt. Við horfum á þjálfun sem ferli. Ferli sem hefst á vandaðri greiningu þar sem áhersla er lögð á að skilja umhverfi og markmið fyrirtækisins.

Dale Carnegie þýðir gæði

Efni okkar og aðferðir hafa gæðastaðalinn ISO:9001 og eru úttektir framkvæmdar reglulega. Ekkert annað þjálfunarfyrirtæki hefur viðlíka gæðavottun. Að auki hefur Training Industry valið okkur Topp 20 Leadership fyrirtæki 4 ár í röð. Tugir háskóla viðurkenna menntun okkar og meta til eininga.

87% NPS skor

Margir þekkja NPS mælikvarðann sem nær frá mínus 100 til plús 100 en hann segir til um hve margir mæla með þjónustu okkar. Í dag státum við okkur af 87% NPS skori sem segir allt sem segja þarf. Enn fremur er VOC (Voice Of Customer) skor okkar 97%. Það er ekki furða að yfir 30.000 manns hafi útskrifast af námskeiðum okkar.

360° endurgjöf

Training magazine verðlaunaði Dale Carnegie fyrir gæði 360° matana okkar.

Skoðaðu úrvalið

Fyrirtækjaráðgjafar

Hafðu samband

Þú getur hvenær sem er leitað til okkar ef vilt spyrja einhvers eða vita meira um hvernig þú getur þróað þína hæfileika til árangurs í lífi og starfi.

Logo