Betur sjá augu en auga

Stjórnendahlutverkið getur verið krefjandi og í síbreytilegu umhverfi þarf stöðugt að virkja mannauðinn og viðhalda heilbrigðri menningu. Ein af áskorunum stjórnandans er að hann stendur oft og tíðum einn í þeim skilningi að allir í kringum hann hafa sína hagsmuni.

Í stjórnendamarkþjálfun Dale Carnegie nýtur stjórnandinn þess að hafa utanaðkomandi aðila sem hjálpar honum að fá ferskt sjónarhorn á aðstæður með hjálp spurninga. Markþjálfun er ekki ráðgjöf enda þekkir stjórnandinn reksturinn inn og út. Stjórnendamarkþjálfinn er hins vegar sérfræðingur í að spyrja spurninga og með innsæi sínu sem byggir á reynslu úr atvinnulífinu hjálpar hann stjórnandanum að sjá nýjar hliðar.


Í fullkomnum trúnaði getur stjórnandinn rætt hugmyndir sínar um starfið, samstarfsfólk eða sitt persónlega líf. Í ljósi þess að besta íþróttafólk í heimi hefur þjálfara er það rökrétt niðurstaða að allir stjórnendur ættu að hafa sinn eigin markþjálfa.

Stjórnendamarkþjálfar

Markþjálfa teymið hefur að skipa einstaklinga með mismunandi reynslu úr atvinnulífinu og með fjölbreyttan bakgrunn.

Pantaðu ókeypis 15 mínútna samtal við markþjálfa

    Dagsetning og tími
    Page 1Created with Sketch.

    Mikilvægar upplýsingar

    Verð

    Stakur 60 mínútna tími kostar 33.000 kr. og veittur er 10% afsláttur þegar teknir eru 3 tímar eða fleiri. Þegar markþjálfun er keypt samhliða námskeiði er veittur 15% afsláttur af markþjálfun.