Í átt að sameiginlegu markmiði

Teymismarkþjálfun er þjálfun fyrir hóp af fólki sem myndar eitt teymi og hefur sameiginlegt markmið. Samvinna og sálfræðilegt öryggi innan teyma er forsenda fyrir árangri.

Teymismarkþjálfun getur haft mikil áhrif á frammistöðu og árangur teyma og henni hefur verið lýst sem samskapandi ígrundunarferli þar sem bæði er skorað er á teymið og það stutt til vaxtar í ákveðinn tíma.

Teymismarkþjálfar okkar hafa mikla reynslu af þjálfun hópa sem nýtist þeim vel í þessari tegund þjálfunar sem m.a felst í því að leiða umræður og draga fram sjónarmið ólíkra einstaklinga sem mynda teymið.
Teymismarkþjálfun hjálpar til við að; sameinast um sameiginlegan tilgang, styrkir menninguna innan hópsins, eykur afköst og eldmóð og tryggir að hver og einn skilji sitt hlutverk sitt í hópnum og taki ábyrgð á eigin árangri og hópsins.

Teymismarkþjálfar

Teymið er skipað einstaklingum með mismunandi reynslu úr atvinnulífinu og með fjölbreyttan bakgrunn. Allir þjálfararnir eru einnig reynslumiklir Dale Carnegie þjálfarar.

Sendu okkur fyrirspurn

    Page 1Created with Sketch.

    Mikilvægar upplýsingar

    Verð

    Við reiknum út verð í hvert skipti en það tekur mið af stærð hópsins og fjölda skipta. Sendu fyrirspurn á upplysingar@dale.is.