Dale fyrir 10-12 ára
Generation Next
Núna er tíminn til þess að styrkja sjálfsmyndina og byggja upp sterkt sjálfsöryggi inn í unglingsárin!
Á þessu skemmtilega námskeiði leggjum við sterkan grunn að góðu sjálfstrausti og jákvæðri sjálfsmynd. Við leggjum áherslu á að börnin læri að þekkja sína styrkleika og efli trú á eigin hæfileika. Félagsleg samskipti eru mikilvægur hluti af þroskaferlinu og við æfum okkur í að verða betri í samskiptum við aðra. Lærum hvernig við getum eignast nýja vini og ræktað vinasambönd. Við æfum okkur í því að fara út fyrir þægindahringinn við hvert tækifæri og eflum hugrekkið okkar þannig að við getum tekist á við þær áskoranir sem við mætum í lífinu með jákvæðu viðhorfi.
Skoða dagsetningar og staðsetningarFyrir hverja
Þetta er fyrir krakka í 5. til 7. bekk sem að vilja vera leiðtogar í eigin lífi, sýna hvað í þeim býr, auka hugrekki og líða almennt betur í eigin skinni.
Það sem við förum yfir
Gerum skemmtilegar æfingar sem auka sjálfstraust Æfum okkur að þora að byrja samtal við þá sem við þekkjum ekki til að eignast nýja vini Förum í leiki og vinnum í skapandi verkefni í tengslum við jákvæð samskipti Skoðum virði þess að vera duglegri við að leggja okkur fram Lærum aðferðir sem hjálpa okkur að vera jákvæðari Þjálfum okkur í að tala fyrir framan hóp
Skipulag
Haust- og vetrarnámskeið eru 6 skipti yfir 10 vikna tímabil, einu sinni í viku. 6 skipti í 3 klst. og fjórum vikum síðar er svo endurkomutími, sem er 1,5 klst.
Sumarnámskeiðið er í 5 daga í röð, 4 klst. í senn.
Innifalið
Verkefnabók og skriffæri, Gullna reglubókin, Útskriftarskírteini frá Dale Carnegie & Associates. Persónulegur aðgangur að þjálfara.
Hagnýtar upplýsingar
Athugið að í flestum tilfellum er hægt að nýta frístundastyrk.
Verð
79.000 kr.
Næstu námskeið hefjast
Smelltu á Skráning til að sjá allar dagsetningar námskeiðsins.
Kl: 10:00 - 13:00
Kl: 09:00 - 13:00