Filter
Þegar ég var 14 ára þá fékk ég Dale Carnegie námskeið í fermingargjöf. Á þeim tíma var ég feiminn unglingur og fannst fátt óþægilegra en tilhugsunin um að tala fyrir framan aðra.
Ég sótti námskeiðið „áhrifaríkar kynningar“ sem fór vel fram úr mínum væntingum. Námskeiðið var í senn krefjandi að fara í gegnum en ávinningurinn mikill.
Kvíðinn sem fylgdi því að halda fyrirlestra og fara í viðtöl var farinn að hafa alltof mikil áhrif á mig og framtíð fyrirtækisins míns.
Einn liður í farsælli upplýsingamiðlun er að þjálfa starfsfólk í áhrifaríkum kynningum hjá Dale Carnegie.
Til að ná árangri í umhverfismálum er nauðsynlegt að ná vel til fólks, skapa tengingu. Áheyrendur eru mjög kröfuharðir og missa fljótt áhugann ef framsetningin hrífur þá ekki.
Dale Carnegie hjálpaði mér að öðlast sjálfstraust og sigurvissu við aðstæður sem áður ollu mér kvíða- að standa fyrir framan hóp fólks.
Aðferðir Dale Carnegie veittu mér tæki og tól til að standa á sviði fyrir TED fyrirlestur í Slóvakíu.