Samskipti söluráðgjafa við sína viðskiptavini hafa sennilega aldrei verið mikilvægari. Báðir aðilar eru að upplifa stöðugar breytingar og óvissan liggur allt um kring. Höft, nýjar reglur, fjárhagur, flutningar, minnkandi eftirspurn – listinn er langur.
Samkvæmt rannsókn 4A´s í Bandaríkjunum vilja 43% kaupenda heyra reglulega frá sínum ráðgjöfum og viðskiptastjórum.
Hér eru nokkrir hlutir sem viðskiptavinir eru að hugsa um:
Þó viðskiptavinir séu ekki endilega að spyrja beint um þessa hluti er ekki þar með sagt að þeir séu ekki að hugsa um þá. Viðskiptastjórar þurfa að vera í nánu og stöðugu sambandi og miðla upplýsingum um þessa hluti og aðra til að viðskiptavinurinn upplifi öryggi og líði vel í sambandinu.
Til að byggja upp traust á tímum sem þessum er mikilvægt að koma hreint fram og þykjast ekki sjá of langt fram í tímann. Allir vita að hlutir breytast fyrirvara laust og vandamál geta skapast. Það sem viðskiptavinir horfa frekar í er hvernig fyrirtæki leysa vandamálin. Í nýlegri könnun American Express kom í ljós að 70% svarenda höfðu beint viðskiptum sínum til fyrirtækja sem mælst hafa hátt í þjónustukönnunum.
Hér eru nokkrar hugmyndir hvernig hægt er að bæta þjónustuna:
Lengri opnunartími. Þó skiptiborðið loki kl. 16 eða 17 væri hægt að bjóða upp á spjall á heimasíðu eða auglýsa símanúmer til að hringja í eftir lokun.
Bjóða fleiri leiðir til samskipta. Viðskiptavinir okkar eru ekki allir eins. Sumir vilja hringja á meðan aðrir vilja nota spjall, tölvupóst, sms eða skilaboð í gegnum samfélagsmiðla. Verum skapandi þegar kemur að lausnum sem þessum.
Aukum upplýsingaflæði. Nú getur verið góður tími til að uppfæra upplýsingar á heimasíðunni eða innri þjónustusíðum viðskiptavina þannig að þeir verði enn meira sjálfbjarga.
Stjórnum væntingum. Mörg okkar vinnum heima sem getur þýtt að samskiptaleiðir eru ekki alveg eins fljótvirkar og þær voru. Ef seinkanir verða eða vöruskortur fyrirséður ættum við að verða fyrri til og láta vita.
Tökum frumkvæði í samskiptum við viðskiptavini okkar.