5 góð ráð fyrir sumarfríið

Framundan er sumarfríið sem kallar oft á þétta dagskrá þar sem tíminn er naumur enda svo margt hægt að gera. Jafn skemmtilegt og frí geta verið geta þau líka valdið streitu í samskiptum. Hér eru fimm ráð til að gera fríið enn skemmtilegra.

 1. Láttu ekki allt snúast um skipulagið og ekki yfirbóka

  Við gerum ekki lítið úr skipulagi enda þarf að ákveða gistingu, kanna ástandið á bílnum, fara í búðina, pakka rétt og ekki gleyma neinu. Gleymum samt ekki að við förum ekki í frí skipulagsins vegna heldur til að upplifa og njóta samveru. Plönum strax samveru stundirnar og setjum ,,me-time“ inn í dagskrána fyrir alla. Yfirbókum ekki.

 2. Fylgstu með streitustuðlinum

  Ef þú ert ,,ég bilast á að bíða í röð-týpan“ ættir þú að fylgjast vel með streitustuðlinum í aðdraganda frísins. Þarfir fjölskyldumeðlima eru oft ólíkar og allir vilja koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Ef þér finnst að þér þrengt ættir þú að hugsa þig vandlega um áður en þú svarar og setja þig í spor hinna og skilja þeirra sjónarmið.

 3. Sýnum æðruleysi í samskiptum

  George Bernard Shaw sagði eitt sinn að ,,mesta blekkingin við samtalið væri að það hefði átt sér stað“. Stundum höldum við að eitthvað hafi verið rætt nógu mikið þannig að sameiginlegur skilningur sé fyrir hendi. Það gerist því miður allt of oft að samskipti misskiljast. Þegar það gerist er mikilvægt að sýna æðruleysi, horfa í eigin barm og hugsa hvernig við getum gefið skýrari skilaboð næst.

 4. Eyðum mest af því sem kostar ekki neitt

  Við könnumst sennilega öll við það að opna VISA reikninginn eftir fríið og fá nokkur aukaslög vegna útgjaldanna. Hrós kostar hins vegar ekki neitt og er bæði gefandi fyrir þann sem gefur og þiggur. Við hvetjum ykkur til að strá hrósi í kringum ykkur og yfir alla sem á vegi ykkar verða í fríinu.

 5. Maður veit aldrei hverjir verða vinir manns

  Margir nota fríið sitt til að ferðast og skoða nýja staði. Við hvetjum ykkur að nýta fríið til að stækka tengslanetið. Vera óhrædd að hefja samræður við fólk sem þið þekkið ekki og hver veit nema sá hinn sami verðir ,,nýji besti vinur þinn“.