Nú þegar heilt ár af fjarfundum er liðið er ljóst að það er hægt að hafa töluverð áhrif á hvernig þeir ganga fyrir sig og hvaða árangri þeir skila. Fyrir utan okkar eigin innanhússfundi hef ég þjálfað fjölmarga starfsmenn og stjórnendur í hvernig minnka má orkuleysi, takast á við skort á athygli og óánægju með fjarfundi.
Það er sennilega ekki hægt að útrýma alveg þreytu og pirringi sem skapast þegar að tæknin vinnur ekki með okkur, hljóð virkar ekki eða bakgrunnsstilling fer á versta veg. Eins fáum við ekki sömu viðbrögð og við gerum maður á mann, við heyrum ekki hópinn bregðast við, hlægja og svo er bara þreytandi að stara á skjáinn í langan tíma í senn.
En flest af því sem býr til þreytu og gremju má laga.
Við skulum bara gefa okkur það að fjarfundir séu komnir til að vera svo að sennilega er það alveg þess virði að leggja eitthvað á sig til að standa vel að slíkum fundum. Þar að auki geta fjarfundir verið mjög árangursríkir og í einhverjum tilfellum jafnvel enn áhrifaríkari en maður á mann fundir. Við erum með mjög öflugt verkfæri í höndunum og ef þú notar það ekki rétt er eins og þú sért að nota kraftmikinn sportbíl til að silast niður Laugarveginn.
(Þetta á reyndar við um alla fundi)
Ímyndaðu þér að þitt helsta markmið næstu 30 daga væri að auka virkni sem flestra á þínum fjarfundum. Hverjar yrðu breytingarnar sem þú myndir gera?
Uppruni efnistaka: mattnorman.com