Dale Carnegie eykur sjálfsálit

Ný rannsókn sýnir mun á sjálfsáliti kynjanna og áhrif sjálfstyrkinganámskeiðs miðað við samanburðarhóp

Bakklárs lokaverkefni við Háskólann í Reykjavík rannsakaði hver áhrif sjálfstyrkingarnámskeiðs hefði á sjálfsálit karla og kvenna. Fyrri rannsóknir hafa bent til þess að karlar mælast almennt með hærra sjálfsálit en konur og markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort að sjálfstyrkingarnámskeið myndi brúa þetta bil.

Dale Carnegie námskeið varð fyrir valinu og var einstaklingum sem voru skráðir á námskeið frá janúar til mars 2022 boðið að taka þátt. Lagður var fyrir spurningarlisti fyrir og eftir námskeið en einnig var lagður fyrir spurningarlisti fyrir samanburðarhóp sem hafði ekki farið á Dale Carnegie námskeið. Alls tóku 87 einstaklingar þátt í rannsókninni og bendu niðurstöður til þess að fyrir námskeið mældust karlar almennt með hærra sjálfsálit en konur, hinsvegar mældust konur með hærra sjálfsálit en karlar eftir að hafa klárað námskeiðið og það myndaðist meiri kynjamismunur í sjálfsáliti. Það var ekki marktækur kynjamismunur á sjálfsáliti í samanburðarhópnum eða hjá þátttakendum sem höfðu ekki lokið Dale Carnegie námskeið. Kynjamismunurinn eftir Dale Carnegie námskeiði þar sem konur mældust með hærra sjálfsálit var marktækur.

Sjálfsálit kvenna tekur stökk

Óháð kyni þá hækkaði sjálfsálit þátttakenda við að fara á Dale Carnegie námskeið og var marktækur munur hjá bæði konum og körlum fyrir og eftir námskeið og samvirkniáhrif milli kyns og hópa. Þátttakendur í samanburðarhópnum mældust almennt með lægra sjálfsálit miðað við þá sem höfðu lokið Dale Carnegie námskeiði.

 

 

Menntun eykur sjálfsálit

Rannsókn um þróunarmynstur sjálfsálits og áhrif þess á mikilvægar lífsútkomur eftir Ulrich Orth, Richard W. Robins og Keith F. Widaman bendir til þess að almennt sé hápunkti sjálfsálits náð á sextugts aldri (50 ára) og lækkar síðan með auknum aldri. Þátttakendur rannsóknarinnar voru alls 1824 frá aldrinum 16-97 ára.

Niðurstöður gáfu til kynna að þátttakendur með hærri menntun voru almennt með hærra sjálfsálit á öllum aldri á lífsleiðinni miðað við þátttakendur með minni menntun, munurinn á sjálfsáliti minnkaði síðan á seinni árum ævinnar. Sjálfsálit er talið sem aðlögunar eiginleiki (adaptive trait) sem getur stuðlað að fjölda jákvæðra afleiðinga meðal annars betri félagsleg sambönd, aukin velgengni í skóla og atvinnu, betri andleg og líkamlegri heilsa og minni andfélagsleg hegðun.