Leiðtogaþjálfun Dale Carnegie reyndist mér afskaplega vel varðandi starf mitt sem verkfræðingur og sviðsstjóri hjá Verkís. Farið var yfir þá þætti sem skipta máli við frambærilega stjórnun, skipulagningu og nýsköpun innan fyrirtækja og samtímis unnið að raunhæfum verkefnum sem römmuðu þekkinguna inn.
Ég hef ekki tölu á þeim skiptum sem námskeiðið hefur hjálpað mér að leysa verkefni mín með minni fyrirhöfn og mér þótti jákvætt og áhugavert hversu mikið var lagt upp úr jákvæðum samskiptum.
Manni leiddist ekki eitt andartak og fannst færni mín taka stöðugum framförum.