Framtíðarsýnin mikilvæg

Ég fór fyrst á námskeið rúmlega tvítugur, þá ungur maður á uppleið og svo aftur fyrir 5 árum síðan. Eitt af því sem við gerðum þegar við stofnuðum Omnom var að vinna framtíðarsýn á svipaðan hátt og gert á DC námskeiðinu. Það er alveg heilmikið sem hefur orðið að veruleika af því sem við settum niður 2013 þegar Omnom fór af stað.

Ég vissi því hvað DC stóð fyrir þegar við ákváðum að þjálfa alla starfsmenn Omnom. Síðasta haust fór ég í fyrsta sinn í gegnum Leiðtogaþjálfun fyrir stjórnendur, sem er ólíkt hinu hefðbundna DC. Í hvert sinn hefur það minnt mig á þetta einfalda í samskiptum sem okkur hættir til að gleyma hversdags.