Kraftur og áræðni til að gera stöðugt betur

Námskeiðið sem ég tók skilaði aukinni samskiptahæfni og sjálfstraust í tjáningu jókst mikið.
Ég fór að njóta lífsins betur, hafa virkilegan áhuga á draumum og væntingum fólks. Hjá mér kviknaði
eldmóður sem hafði jákvæð áhrif á vinnu og einkalíf.

Nú mörgum árum síðar hefur það skilað því að draumar hafa ræst, markmið náðst hjá mér og öðrum sem hafa notið þeirra varanlegu áhrifa sem námskeiðið hafði. Kraftur og áræðni til að gera stöðugt betur og sigrast á nýjum
hjöllum vex með hverri reynslu. Dale Carnegie, ég þakka kærlega fyrir.