Ég fór á Dale námskeið fyrir ungt fólk en það hjálpaði mér mikið í samskiptum við aðra og að fara út fyrir þægindahringinn minn. Átti alltaf erfitt með það að tala fyrir framan mikið af fólki, til dæmis þegar ég að halda kynningar í skólunum eða að segja skoðun mína í stærri hópaverkefnum. Námskeiðið hjálpaði mér mikið að bæta mig í þessu, ég varð öruggari og átti léttara með það að koma skoðunum mínum á framfæri.
Ég mæli eindregið með Dale Carnegie. Æfingarnar sem notaðar voru á námskeiðinu voru mjög krefjandi en hægt og rólega fann maður sjálfsöryggið aukast.