Dale fyrir 16-19 ára

Generation Next

Þjálfaðu hugrekkisvöðvann og byggðu grunninn að ævintýralega skemmtilegu lífi!

Á þessu námskeiði leggjum við grunninn að ábyrgð og meðvitund um mikilvægi þess að móta eigin stefnu fyrir framtíðina. Við horfumst í augu við okkur sjálf, okkar styrkleika og takmarkanir og setjum okkur skýr og raunhæf markmið. Við þjálfumst í að líta á áskoranir sem tækifæri til þess að efla okkur og ná lengra

Á framhaldskólaárunum eru oft miklar breytingar í lífi okkar og það reynir á okkur á nýjan hátt t.d. í samskiptum við vini og fjölskyldu. Það er líka mikilvægt að forgangsraða rétt svo við veljum það besta fyrir okkur og náum að takast á við stress og kvíða.
Í gegnum þjálfunina eflum við einnig tjáningahæfileika okkar og verðum betri í að tala fyrir framan hópa og halda kynningar. Með því að stíga markvisst út fyrir þægindahringinn eflum við sjálfstraustið og þorum meira! Sjálfsmyndin styrkist við jákvæðari upplifanir af sjálfum okkur og við verðum öflugri leiðtogar í okkar umhverfi.

Skoða dagsetningar og staðsetningar

Icon/How it will help you/BlackCreated with Sketch.

Fyrir hverja

Þetta er fyrir ungmenni á menntaskólaaldri sem að vilja vera leiðtogar í eigin lífi, sýna hvað í þeim býr, auka hugrekki og líða almennt betur í eigin skinni.

Námseiningar

Námið gefur 2,8 alþjóðlegar endurmenntunareiningar
(Continuing Education Unit – CEU)

Page 1Created with Sketch.

Það sem við förum yfir

Þjálfum okkur í að tala fyrir framan hóp og verða betri í tjáningu Kynnumst áhrifaríkum aðferðum til að eiga frumkvæði í samskiptum og dýpka sambönd Skoðum virði þess að setja eldmóð í verkefni og leggja okkur fram, hvernig við kveikjum á þessum krafti til að ráðast á öll verkefni Lærum aðferðir til að setja okkur markmið og skipuleggja okkur betur Förum yfir gildi þess að vera jákvæðari og lærum að stjórna viðhorfinu okkar betur Lærum mikilvægi þess að taka ábyrgð og stjórn á eigin lífi Eflum eiginleika til samvinnu og aukum leiðtogafærni Aukum sjálfstraust

Page 1Created with Sketch.

Skipulag

Haust- og vetrarnámskeið eru 9 skipti yfir 10 vikna tímabil, einu sinni í viku. 8 skipti í 4 klst. og tveimur vikum síðar er svo endurkomutími, sem er 1,5 klst.

Sumarnámskeiðið eru 9 skipti.
2 skipti í viku í 4 vikur og endurkomutími sem er tveimur vikum eftir útskrift.

Page 1Created with Sketch.

Innifalið

Handbók, millifundir og Gullna reglubókin. Útskriftarskírteini frá Dale Carnegie & Associates. Persónulegur aðgangur að þjálfara meðan á námskeiðinu stendur

Hagnýtar upplýsingar

Athugið að um er að ræða heildarverð námskeiða, fyrir niðurgreiðslu stéttarfélaga og framlög vinnuveitanda. Kannaðu stöðuna hjá þínu stéttarfélagi

Fáðu einingar fyrir Dale Carnegie námskeið

Flestir framhaldsskólar meta námskeiðin til eininga enda eru þau ISO vottuð með skýrum námsmarkmiðum. Námskeiðin eru 33 klst að lengd með 8 millifundum eða rúmir 40 klst í heildina. Alþjóðlegt útskriftarskírteini er tekið gilt af flestum framhaldsskólum.

Verð

135.000 kr.

“Námskeiðið gerði mér ótrúlegan greiða, með því að gefa mér tækifæri sem ég vissi ekki af. Lærði margt um mig og annað fólk. Ég hlakkaði alltaf til að koma í tíma og sjá hvað ég gæti næst. Þetta breytti algjörlega sýninni minni á lífinu, er svo miklu öruggari með mig og langar bara að vera á þessu námskeiði endalaust.”

Vitnisburður úr nafnlausu gæðamati