Leiðtogafærni

Stop doing - Start leading

Settu fólkið í fyrsta sæti – þá fylgir árangurinn. Þegar teymið þitt blómstrar, blómstrar fyrirtækið líka. Sterk vinnustaðamenning byrjar á þér!

Námskeið fyrir stjórnendur og leiðtoga: Byggðu upp forystuhæfni sem skilar árangri.

Í hraðbreytilegu viðskiptaumhverfi dagsins í dag þurfa stjórnendur og leiðtogar ekki aðeins að leiða teymi – þeir þurfa að stuðla að nýsköpun, hvetja til frumkvæðis og tryggja gæði í síbreytilegum aðstæðum. Þetta námskeið hjálpar þér að skoða hvernig leiðtogi þú ert, byggja upp sterkara sjálfstraust og læra hvernig þú getur þróað teymið þitt þannig að það nái hámarksárangri.

Hvernig getur þú sem stjórnandi…

Þú byrjar námskeiðið með ítarlegt mat á leiðtogahæfni þinni, sem hjálpar þér að greina þau svið sem þarfnast þróunar. Í kjölfarið vinnur þú að persónulegri aðgerðaáætlun sem tryggir að þú getir beitt nýrri þekkingu beint í þínu daglega starfi.

Þetta er ekki bara námskeið – þetta er verkleg þjálfun sem gefur þér tækifæri til að verða leiðtogi sem skapar raunverulegan viðskiptalegan árangur.

Skoða dagsetningar og staðsetningar

Icon/How it will help you/BlackCreated with Sketch.

Fyrir hvern er þetta námskeið?

Ertu nýr stjórnandi sem vilt byggja upp sjálfstraust og læra hvernig á að leiða teymi með skýrum og öflugum hætti? Eða ert þú þegar reyndur stjórnandi sem vill skerpa á hæfni sinni og tryggja að þú sért að nýta bestu aðferðir nútímaleiðtoga?

Þetta námskeið er fyrir:

Reynda stjórnendur – sem vilja skerpa á lykilþáttum árangursríkrar forystu og laga sig að breyttum kröfum vinnumarkaðarins

Nýja stjórnendur – sem vilja þróa sinn leiðtogastíl og öðlast verkfæri til að byggja upp sterka teymismenningu frá byrjun.

Hópstjóra, verkefnastjóra og aðra leiðtoga – sem vilja ekki bara stjórna heldur virkja fólk, efla frumkvæði og tryggja að teymi nái sínum hámarksárangri.

Ef þú vilt hafa raunveruleg áhrif, byggja upp traust og skapa menningu sem ýtir undir nýsköpun og árangur – þá er þetta námskeið fyrir þig.

Námseiningar

Námið gefur 2,8 alþjóðlegar endurmenntunareiningar (Continuing Education Unit – CEU)

Page 1Created with Sketch.

Þetta er það sem við förum yfir – lykilhæfni nútímaleiðtoga

Á þessu námskeiði lærirðu hvaða eiginleikar einkenna árangursríka leiðtoga og hvernig þú getur þróað þá til að ná betri árangri með teyminu þínu.

Við leggjum áherslu á eftirfarandi lykilþætti leiðtogafærni:

Heiðarleiki og heilindi – Manneskja sem stendur við orð sín og gildi byggir upp traust og sterk tengsl við sitt teymi.

Veitir innblástur – Að hvetja fólk áfram og skapa sýn sem teymið getur sameinast um er lykill að árangri.Hæfni og fagmennska – Þú lærir hvernig þú getur verið áreiðanlegur og trúverðugur leiðtogi sem stendur undir væntingum.

Vinnur í því að bæta sig – Góðir leiðtogar eru stöðugt að þróa sig. Við kennum þér hvernig þú getur haldið áfram að vaxa í hlutverkinu þínu.

Vinnur í því að bæta aðra – Frábærir leiðtogar byggja aðra upp. Þú lærir að styðja teymismeðlimi í að vaxa og nýta styrkleika sína.

Sjálfsvitund – Að skilja eigin styrkleika, veikleika og hvaða áhrif þú hefur á aðra er grundvallaratriði í góðri forystu.

Hefur jákvæð áhrif á aðra – Þitt hlutverk sem leiðtogi er að skapa menningu sem eflir og hvetur starfsfólk til að ná hámarksárangri.

Notar vald með viðeigandi hætti – Lærðu hvernig á að stjórna af ábyrgð og taka ákvarðanir sem byggja á trausti og fagmennsku.

Tjáir sig á árangursríkan hátt – Skýr samskipti eru lykilatriði. Við þjálfum þig í hvernig þú getur haft áhrif með orðum þínum og hlustað á virkan hátt.

Sjálfsöryggi – Leiðtogar sem treysta eigin ákvörðunum og sýna öryggi í verki byggja upp sterkt og traust teymi og hafa hugrekki til að efla aðra í kringum sig.

Er sinn eigin leiðtogi – Góð forysta byrjar á sjálfstjórn og hæfni til að taka ábyrgð á eigin frammistöðu.

Leggur áherslu á aðra – Með því að hlusta og styðja starfsfólk geturðu aukið þátttöku, sköpunargleði og árangur innan teymisins.

Stillir sjálfa(n) sig af – Að halda fókus á lykilmarkmið og laga sig að breyttum aðstæðum er lykilatriði í hraðbreytilegu vinnuumhverfi.

Ábyrgðarskylda – Þú lærir að taka ábyrgð á eigin ákvörðunum og hjálpa teyminu þínu að axla ábyrgð á sínum verkefnum.

Þetta námskeið er fyrir stjórnendur sem vilja virkilega hafa áhrif – ekki bara með orðum, heldur með aðgerðum. Ert þú tilbúin/n að efla þína leiðtogafærni og byggja upp teymi sem skilar árangri?

Page 1Created with Sketch.

Hvernig virkar þetta?

Við vitum að þú ert upptekin/n – þess vegna er þetta námskeið hannað til að passa inn í þinn dagskrá án þess að yfirkeyra þig.

Staðbundið námskeið – Hittumst einu sinni í viku, 3,5-4 klst í senn, alls 8 skipti.


Fjarþjálfun – Mætum á Zoom einu sinni í viku, 2 klst í senn, alls 10 skipti.

Við byrjum með krafti! Fyrsti tíminn er Kick-off fundur þar sem við leggjum grunninn og kveikjum neistann.

Við höldum áfram að vaxa! Síðasti tíminn er eftirfylgnitími um það bil 4 vikum eftir að námskeiðinu lýkur – til að tryggja að þú sért að nýta það sem þú lærðir í raunheimum.

Einfalt, hagnýtt og beint í mark!

Page 1Created with Sketch.

Hvað færðu með þessu námskeiði?

Aðgangur að EVOLVE – Þú færð aðgang að EVOLVE, stafrænu námsumhverfi þar sem þú finnur öll kennslugögn, verkefni og efni sem styður þig í þinni leiðtogavegferð.

Handbók & ítarlegt sjálfsmat – Þú færð handbók með hagnýtum verkfærum sem hjálpa þér að tileinka þér nýja hæfni, ásamt ítarlegu sjálfsmati til að greina styrkleika þína og þau svið sem þú getur þróað enn frekar.

Útskrifarskírteini – Við lok námskeiðsins færðu viðurkenningu frá Dale Carnegie & Associates – alþjóðlega viðurkennd vottun sem staðfestir þína færni í leiðtogahlutverkinu.

Praktísk verkfæri sem virka í alvöru heimi – Engar óþarfar kenningar! Við leggjum áherslu á raunveruleg dæmi, áskoranir og lausnir sem þú getur strax nýtt í þínu starfi.

Þetta er ekki bara námskeið – þetta er leið til að styrkja þig sem stjórnanda og taka leikinn á næsta level. Ertu með?

Verð

249.000 kr.

J. Snæfríður Einarsdóttir

J. Snæfríður Einarsdóttir

Eftir námskeiðið á ég auðveldara með að afmarka verkefni án þess að missa sjónar á heildarmyndinni, auk þess að eiga skilvirkari samtöl og fundi þar sem ég er meðvituð um tilganginn.

“Flestir þátttakendur töldu sig hafa bætt leiðtogahæfni sína og að þjálfunin hafi haft hvetjandi áhrif á þá sem stjórnendur. Þjálfunin byggir á að efla samskiptafærni og sjálfstraust sem er kjarninn í árangursríkri stjórnun og leiðtogafærni. Eftir þjálfunina búum við yfir enn öflugra teymi stjórnenda.”
Sif Svavarsdóttir