Þjónustuupplifun
World Class Customer Service
Þjónustuþjálfun er nauðsynleg öllum fyrirtækjum sem vinna með fólki.
Samkvæmt rannsóknum er fólki í framlínu ósjaldan hent í djúpu laugina þegar kemur að því að hefja þjónustustarf. Það hefur í för með sér aukna starfsmannaveltu og óánægju viðskiptavina og starfsfólks. Góð þjónusta eykur bæði hollustu viðskiptavina og eykur virkni starfsfólks sem er með gott þjónustuviðhorf og líður vel í starfi.
Skoða dagsetningar og staðsetningarFyrir hverja
Námskeiðið er fyrir alla þá sem starfa í framlínu eða sinna samskiptum við viðskiptavini.
Námseiningar
Námið gefur 1 alþjóðlega endurmenntunareiningu
(Continuing Education Unit – CEU)
Það sem við förum yfir
- Þjónustuviðhorf
- Frá þjónustu til sölu
- Kross- og viðbótarsala
- Tekið á kvörtunum
Skipulag
Námskeiðið stendur yfir í 4 vikur, einu sinni í viku í 90 mínútur í senn.
Innifalið
Handbók, útskriftarskírteini og Gullna reglubókin
Hagnýtar upplýsingar
Hver tími er 90 mínútur í senn sem gerir fólki í afgreiðslu kleift að sækja námskeiðið fyrir opnunartíma.
Verð
69.000
Þetta var virkilega gagnlegt námskeið sem krafðist virkrar þátttöku þeirra sem sóttu það. Ég bæði hafði mjög gaman af námskeiðinu og lærði margt"