Teymismarkþjálfun er þjálfun fyrir hóp af fólki sem myndar eitt teymi og hefur sameiginlegt markmið. Samvinna og sálfræðilegt öryggi innan teyma er forsenda fyrir árangri.
Teymismarkþjálfun getur haft mikil áhrif á frammistöðu og árangur teyma og henni hefur verið lýst sem samskapandi ígrundunarferli þar sem bæði er skorað er á teymið og það stutt til vaxtar í ákveðinn tíma.
Teymismarkþjálfar okkar hafa mikla reynslu af þjálfun hópa sem nýtist þeim vel í þessari tegund þjálfunar sem m.a felst í því að leiða umræður og draga fram sjónarmið ólíkra einstaklinga sem mynda teymið.Teymismarkþjálfun hjálpar til við að; sameinast um sameiginlegan tilgang, styrkir menninguna innan hópsins, eykur afköst og eldmóð og tryggir að hver og einn skilji sitt hlutverk sitt í hópnum og taki ábyrgð á eigin árangri og hópsins.
Rebekka Rún Jóhannesdóttir
Rebekka er rekstrarverkfræðingur og starfar sem yfirverkefnastjóri hjá Deloitte í rekstrarráðgjöf. Hún hefur réttindi til að þjálfa Dale Carnegie grunnnámskeið bæði fyrir fullorðna einstaklinga og ungt fólk. Hún er með digital réttindi og réttindi til að þjálfa námskeið í Áhrifaríkum kynningum. Rebekka heldur einnig vinnustofur og fyrirlestra í fyrirtækjum.
PálaÞórisdóttir
Pála er reynslumikill stjórnandi úr fjölbreyttum atvinnugreinum svo sem tryggingum, fjármálum, flutningum og þjónustu. Hún er í fullu starfi hjá Dale Carnegie og hefur réttindi til að þjálfa grunnnámskeiðið, stjórnendaþjálfun, sölu- og þjónustuþjálfun og sérsniðnar lausnir auk þess sem hún er digital trainer með fjölda þjálfunartíma á netinu. Pála er einnig viðskiptastjóri og stjórnendamarkþjálfi.
UnnurMagnúsdóttir
Á þeim yfir 20 árum sem ég hef unnið með einstaklingum sem vilja bæta frammistöðu sína og vaxa í starfi hef ég öðlast gríðarlega yfirgripsmikla innsýn inn í mannlega hegðun. Það hefur verið sagt um mig að ég nálgist viðkæmar aðstæður af nærgætni og samhygð og á sama tíma sýni ákveðni þannig að öllum líði vel í aðstæðunum og haldi virðingu sinni.
Það sem ég kem með að borðinu er hæfileiki til að leysa vandamál og að finna leiðina fyrir gagnkvæman skilning á milli fólks. Það hefur gert mér kleift að hjálpa fólki að lágmarka þann tíma sem varið er í ágreining og gremju og skapa menningu öryggis og trausts.
Gildin mín eru jafnræði, áræðni og hugrekki.
Agnes Ósk Sigmundardóttir
Agnes er senior þjálfari hjá Dale Carnegie með réttindi til að þjálfa aðra þjálfara, grunnámskeiðið bæði fyrir ungt fólk og fullorðna einstaklinga og námskeið í Áhrifaríkum kynningum. Agnes er einnig liðtæk í að halda vinnustofur og fyrirlestra. Agnes er vottaður markþjálfi.
Arna Hrund Jónsdóttir
Arna Hrund er fjallaleiðsögumaður og hefur réttindi til að þjálfa grunnámskeið fyrir fullorðna einstakling sem og ungt fólk. Hún er einnig þjálfari á námskeiðinu Áhrifaríkar kynningar og er reynslumikill digital trainer og producer. Arna Hrund hefur komið að alþjóðlegri live online þjálfun á netinu bæði á ensku og spænsku. Þá er Arna Hrund reynslumikil í að halda fjölbreyttar vinnustofur fyrir einstaklinga og starfsfólk fyrirtækja.
Vinsamlegast kynnið ykkur persónuverndarstefnu okkar.
Við reiknum út verð í hvert skipti en það tekur mið af stærð hópsins og fjölda skipta. Sendu fyrirspurn á upplysingar@dale.is.