Stjórnendahlutverkið getur verið krefjandi og í síbreytilegu umhverfi þarf stöðugt að virkja mannauðinn og viðhalda heilbrigðri menningu. Ein af áskorunum stjórnandans er að hann stendur oft og tíðum einn í þeim skilningi að allir í kringum hann hafa sína hagsmuni.
Í stjórnendamarkþjálfun Dale Carnegie nýtur stjórnandinn þess að hafa utanaðkomandi aðila sem hjálpar honum að fá ferskt sjónarhorn á aðstæður með hjálp spurninga. Markþjálfun er ekki ráðgjöf enda þekkir stjórnandinn reksturinn inn og út. Stjórnendamarkþjálfinn er hins vegar sérfræðingur í að spyrja spurninga og með innsæi sínu sem byggir á reynslu úr atvinnulífinu hjálpar hann stjórnandanum að sjá nýjar hliðar.
Í fullkomnum trúnaði getur stjórnandinn rætt hugmyndir sínar um starfið, samstarfsfólk eða sitt persónlega líf. Í ljósi þess að besta íþróttafólk í heimi hefur þjálfara er það rökrétt niðurstaða að allir stjórnendur ættu að hafa sinn eigin markþjálfa.
Rebekka Rún Jóhannesdóttir
Rebekka er rekstrarverkfræðingur og starfar sem yfirverkefnastjóri hjá Deloitte í rekstrarráðgjöf. Hún hefur réttindi til að þjálfa Dale Carnegie grunnnámskeið bæði fyrir fullorðna einstaklinga og ungt fólk. Hún er með digital réttindi og réttindi til að þjálfa námskeið í Áhrifaríkum kynningum. Rebekka heldur einnig vinnustofur og fyrirlestra í fyrirtækjum.
Jón JósafatBjörnsson
Vegna reynslu minnar af smásölu, heildsölu, framleiðslu og rekstri stórra sem smára fyrirtækja hef ég heyrt það frá viðskiptavinum að ég sé fljótur að koma mér inn í aðstæður og það hjálpar mér til að byggja upp traust hjá fólki í atvinnulífinu.
Með því að taka lífinu ekki of alvarlega og njóta ferðalagsins hef ég tengst bjartsýnu fólki. Það eru möguleikar í öllum aðstæðum og þegar við fáum fólk til að trúa á eigin getu, er allt mögulegt.
Ég hef upplifað stórkostlegan vöxt hjá fólki og veit að með þrautseigju, mikilli vinnu og með því að taka skynsama áhættu, geturðu þú náð mögnuðum árangri.
PálaÞórisdóttir
Pála er reynslumikill stjórnandi úr fjölbreyttum atvinnugreinum svo sem tryggingum, fjármálum, flutningum og þjónustu. Hún er í fullu starfi hjá Dale Carnegie og hefur réttindi til að þjálfa grunnnámskeiðið, stjórnendaþjálfun, sölu- og þjónustuþjálfun og sérsniðnar lausnir auk þess sem hún er digital trainer með fjölda þjálfunartíma á netinu. Pála er einnig viðskiptastjóri og stjórnendamarkþjálfi.
UnnurMagnúsdóttir
Á þeim yfir 20 árum sem ég hef unnið með einstaklingum sem vilja bæta frammistöðu sína og vaxa í starfi hef ég öðlast gríðarlega yfirgripsmikla innsýn inn í mannlega hegðun. Það hefur verið sagt um mig að ég nálgist viðkæmar aðstæður af nærgætni og samhygð og á sama tíma sýni ákveðni þannig að öllum líði vel í aðstæðunum og haldi virðingu sinni.
Það sem ég kem með að borðinu er hæfileiki til að leysa vandamál og að finna leiðina fyrir gagnkvæman skilning á milli fólks. Það hefur gert mér kleift að hjálpa fólki að lágmarka þann tíma sem varið er í ágreining og gremju og skapa menningu öryggis og trausts.
Gildin mín eru jafnræði, áræðni og hugrekki.
Vinsamlegast kynnið ykkur persónuverndarstefnu okkar.
Stakur 60 mínútna tími kostar 33.000 kr. og veittur er 10% afsláttur þegar teknir eru 3 tímar eða fleiri. Þegar markþjálfun er keypt samhliða námskeiði er veittur 15% afsláttur af markþjálfun.