Fókus & friður - Kvennanámskeið

* Ath. Starfsmenntasjóðir niðurgreiða námskeiðið

Fókus & friður

Byrjum daginn á léttu jógaflæði til að mýkja líkamann og opna hugann. Síðan stillum við fókusinn með því að vinna í markmiðasetningu fyrir árið 2026 og skoðum mikilvægustu gildin. Endum námskeiðið á jóga nidra slökun og höldum inn í nýtt ár með skýran fókus og ró í kroppnum. Innifalið í námskeiðinu eru léttar veitingar.

Þjálfari: Agnes Ósk Sigmundardóttir er Dale Carnegie þjálfari með yfir 10 ára reynslu í leiðtogafærni og samskiptum.
Hún er  ACC vottaður markþjálfi með B.A. gráðu í Félags- og sálfræði og M.Sc í alþjóðaviðskiptum, og hefur stundað jóga í meira en 20 ár. Með blöndu af faglegri þekkingu og persónulegri reynslu hjálpar Agnes fólki að finna jafnvægi, fókus og kraft til að ná markmiðum sínum.

Ráðgjafar Dale Carnegie veita nánari upplýsingar í síma 555 7080 eða upplysingar@dale.is

Hvenær: Laugardaginn 17. janúar 2026
Timi: 10.00 til 15.00
Fyrirkomulag: Eitt skipti í 5 klst
Hvar: Húsnæði Dale Carnegie í Ármúla 11, 3. hæð