Fókus & friður - Kvennanámskeið
- Laugardaginn 17. jan. 2026
- Þjálfari: Agnes Ósk
- Verð: 25.000 kr. *
* Ath. Starfsmenntasjóðir niðurgreiða námskeiðið
Byrjum daginn á léttu jógaflæði til að mýkja líkamann og opna hugann. Síðan stillum við fókusinn með því að vinna í markmiðasetningu fyrir árið 2026 og skoðum mikilvægustu gildin. Endum námskeiðið á jóga nidra slökun og höldum inn í nýtt ár með skýran fókus og ró í kroppnum. Innifalið í námskeiðinu eru léttar veitingar.
Þjálfari: Agnes Ósk Sigmundardóttir er Dale Carnegie þjálfari með yfir 10 ára reynslu í leiðtogafærni og samskiptum.
Hún er ACC vottaður markþjálfi með B.A. gráðu í Félags- og sálfræði og M.Sc í alþjóðaviðskiptum, og hefur stundað jóga í meira en 20 ár. Með blöndu af faglegri þekkingu og persónulegri reynslu hjálpar Agnes fólki að finna jafnvægi, fókus og kraft til að ná markmiðum sínum.
- Styrkleikarnir okkar - nýtum þá og náum markmiðum
- Gildin okkar - hvað skiptir þig raunverulega máli?
- Take Command - tökum stjórn á hugsunum, samböndum og framtíðinni
- Slökum, stillum fókus og sköpum ár með tilgangi!
Ráðgjafar Dale Carnegie veita nánari upplýsingar í síma 555 7080 eða upplysingar@dale.is
Hvenær: Laugardaginn 17. janúar 2026
Timi: 10.00 til 15.00
Fyrirkomulag: Eitt skipti í 5 klst
Hvar: Húsnæði Dale Carnegie í Ármúla 11, 3. hæð