Fyrir nokkrum árum fór Dale Carnegie í samstarf við Marshall Goldsmith sem skrifaði meðal annars metsölubókina „What Got You to Here – Won’t Get You to There“ en í henni er að finna góð ráð til þeirra sem vilja koma auga á eigin styrkleika en einnig að losa sig við venjur sem hindra árangur.
Hefur þú venju sem þú vilt losa þig við?
Þetta er algengasta hegðunarvandamálið hjá farsælu fólki. Það er fín lína á milli þess að vera með keppnisskap og að þurfa alltaf að vinna. Stundum er bara enginn að telja og þá er óþarfi að fara fram úr sér í keppnisskapi. Of mikið keppnisskap tengist annarri hegðun eins og t.d. ef við rökræðum of mikið, þá er það vegna þess að við viljum að skoðun okkar sé ríkjandi. Ef við gerum lítið úr öðru fólki þá er það okkar leið til að halda þeim niðri.
Það er afar erfitt fyrir reynslumikið fólk að hlusta á aðra segja þeim eitthvað sem það veit nú þegar án þess að gefa það til kynna að „ég vissi það nú þegar“ eða „ég veit um betri leið“. Þau sem þurfa sífellt að bæta við upplýsingum hafa tilhneigingu til að segja hluti eins og „frábær hugmynd“ og gera svo lítið úr hugmyndinni með því að segja „en“ eða „samt “ og pæla ekkert í því hvort athugasemdin bæti einhverju við. Leyfum bara öðrum að eiga hugmyndina og gerum aðra að sigurvegurum.
Fólk sem hefur náð árangri hefur tilhneigingu til að kveða upp dóm jafnvel þegar þau biðja fólk sérstaklega að koma skoðunum sínum á framfæri. Með því að taka undir eina hugmynd og hrósa einni manneskju og segja ekkert við aðra þá finnst fólki það gagnrýnt. Þetta fælir fólki frá og setur það í vörn og það hikar við að leggja sitt af mörkum.
Þetta geta verið beittar eða niðurlægjandi hæðnisathugasemdir sem geta verið hugsunarlaus skot á fundi eða athugasemdir um hvernig einhver lítur út. Jafnvel athugasemdir eins og „flottur jakki“, sagt með glotti, getur valdið sársauka. Þessi venja er líklegust til að vera okkur sjálfum dulin en aðrir sjá þetta skýrt og er því svokallað blind spot.
Þegar við notum eitthvað af þessum orðum, sama hversu vinalegur tónninn er, og hvað sem við segjum til að virða tilfinningar viðmælandans þá eru skilaboðin frá okkur: „Þú hefur rangt fyrir þér”. Í framhaldinu er erfitt að eiga uppbyggilegt og heilbrigt samtal.
Þetta er svipað því að þurfa alltaf að vinna. Þetta er þörfin fyrir að vera klárasta manneskjan á staðnum. Við gerum þetta með því að kinka óþolinmóð kolli á meðan aðrir tala eða sýnum með öðrum hætti að við erum bara að bíða eftir að komast sjálf að. Við gerum þetta svo á meira augljósan hátt þegar við segjum „ég vissi þetta”, eða „ég var búin að heyra þetta” eða „þetta eru nú ekki nýjar upplýsingar”. Svona hegðun er líkleg til að móðga aðra og er fráhrindandi fyrir þann sem verður fyrir því.
Þegar við erum reið höfum við sjaldnast stjórn á hegðun okkar sem gerir það erfitt að hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Reiði er sjaldnast einhverjum öðrum að kenna og í flestum tilfellum má rekja ástæðu reiðinnar til okkar sjálfra. Það versta við reiði er að maður getur skapað sér þá ímynd að vera með óstöðuga skapgerð.
Þegar okkur er ómögulegt að segja eitthvað jákvætt eða uppbyggilegt um hugmyndir annarra. Þetta er stuðar aðra því það samsvarar þörfinni á að hafa neikvæða skoðun á einhverju sem þú varst ekkert beðin/n um að hafa skoðun á. Þetta fælir fólk frá okkur, því þótt við ætlum okkur að vera hjálpleg þá er þetta er hrein og ómenguð neikvæðni.
Það að halda vísvitandi að sér upplýsingum er andstaða þess að hafa alltaf skoðun á öllu. Samt er tilgangurinn sá sami- að öðlast vald. Hvort sem þetta á við um að gleyma að boða einhvern á fund, vera of upptekin/n til að svara fyrirspurnum eða að gefa þér tíma til að leiðbeina með verkefni sem þú fólst einhverjum þá skilar það ekki árangri að halda að þér upplýsingum. Við gætum haldið að það gefi okkur eitthvað forskot en í raun erum við að fóðra tortryggni, hræðslu og efasemdir.
Þegar við veitum fólki ekki það hrós sem það á skilið fyrir sitt innlegg í teymisvinnu þá erum við ekki bara að koma illa fram við fólkið heldur verður það af tilfinningalegu upplifuninni sem fylgir því að ná árangri. Þeim líður eins og það skipti ekki mál, það sé gleymt og að því hafi verið ýtt til hliðar.
Velgengni getur haft það í för með sér að maður fer að eigna sér fleira en maður ætti að gera og fer hægt og rólega að trúa því sjálfur. Rannsóknir sýna að þessi venja framkallar meiri neikvæðar tilfinningar en nokkur önnur. Þegar við stelum heiðrinum að einhverju sem við eigum ekki verður til biturleiki sem getur orðið langlífur. Fólk kann að fyrirgefa okkur ef við veitum ekki frammúrskarandi árangri athygli en ekki að veita honum athygli en eigna sér hann.
Það má skipta afsökunum í tvo flokka. Hrokakennd og réttlæting. Hrokakennd afsökunarbeiðni hljómar svona: „Mér þykir það leitt að ég hafi ekki staðið við það að hitta þig í hádeginu. Ritarinn minn setti þetta á ranga dagsetningu í dagatalinu”. Í raun eru skilaboðin þessi: Það er ekki það að ég hafi gleymt þér og ekki það að mér finnist þú ekki mikilvæg/ur heldur er ritarinn minn vanhæfur. Réttlætandi afsakanir eru þegar við útskýrum mistökin með því hvernig við fæddumst eða hvernig við erum: „Æi ég er bara svo óþolinmóð/ur” eða „Ég er agalega óstundvís, ég er bara svoleiðis”.
Þeir sem hafa langa reynslu að baki eiga það til að lifa í fortíðinni, sérstaklega ef það gerir þeim keift að kenna einhverjum öðrum um það sem miður fór. Ástæðan gæti verið sú að við séum að verja okkur gagnvart öðrum og upphefja okkur sjálf á kostnað annarra.
Þegar við verðlaunum þá sem dá okkur skilyrðislaust erum við að hvetja til hegðunnar sem hentar okkur en er ekki endilega það sem er best fyrir heildina. Ef öll orkan fer í að dásama stjórnandann – hver er þá að vinna vinnuna? Það sem verra er, það skekkir leikinn gagnvart starfsfólki sem tekur ekki þátt í þessari klappkeppni. Þetta er slæmt á alla vegu. Við gerum upp á milli og upphefjum þá sem við ættum ekki að upphefja.
Hver svo sem ástæðan kann að vera þá hefur það mjög slæm áhrif að sýna ekki iðrun og biðjast afsökunnar. Það gefur þau skilaboð að okkur sé sama um fólk og að við neitum að horfast í augu við það sem er liðið. Kaldhæðnin í því er að tilfinningarnar sem koma í veg fyrir að við biðjumst afsökunar, svo sem hræðslan við að tapa eða að viðurkenna að við höfum rangt fyrir okkur hverfur yfirleitt þegar við biðjumst afsökunar.
Fólk getur látið ýmis leiðindi yfir sig ganga en að upplifa að manni sé ekki veitt athygli hefur sérstaklega neikvæð áhrif. Þegar við hlustum ekki sendum við allskyns skilaboð. Það sem fólk upplifir er m.a. að það skipti ekki máli, skilningsleysi og vanvirðingu og fleira. Það kemur yfirleitt upp um mann að maður sé ekki að hlusta þegar maður svarar út í hött.
Þó að það sé ekki neinum vankvæðum háð að segja TAKK þá gleymist oft að hrinda því í framkvæmd. Þakklæti er eiginleiki sem við getum ekki sýnt of mikið og það kostar ekkert að segja TAKK. Hins vegar framkallar skortur á að vera sýnt þakklæti fram tómlætistilfinningu og hefur letjandi áhrif.
Það að refsa sendiboðanum birtist ekki bara í ósanngjörnu viðbrögðunum sem við sýnum þeim sem færir okkur óþægileg skilaboð og við viljum ekki heyra, heldur líka í öllum litlu viðbrögðunum sem við sýnum daglega þegar okkur líkar ekki eitthvað eða höfum orðið fyrir vonbrigðum. Afleiðingin er sú að fólk hættir að leggja til málanna og sitt af mörkum.
Sumir halda að þeir geti ekki gert mistök svo að eðlilega þá viðurkenna þeir það ekki. Samt er það þannig að það að viðurkenna mistök segir oft meira um okkur en sigrarnir sem við höfum unnið. Ef maður getur ekki tekið horfst í augu við mistök er ekki líklegt að fólki vilji fylgja manni. Að skella skuldinni á aðra er hin hliðin á því að eigna sér árangur annarra. Það er þegar maður kennir öðrum um mistök sem maður gerir og lætur þá bera skömmina sem mistökunum fylgja. Þegar maður getur ekki borðið ábyrgð á eigin gjörðum missum við virðingu annarra.
Hér er verið að tala um ósjálfráða hegðun bæði jákvæða og neikvæða, sem við sjáum sem órjúfanlega part af okkur. Ef við erum t.d. arfaslök í að svara skilaboðum segjum við okkur að það sé í lagi því við erum bara svona. Við höfum tilhneigingu til að líta á gallana sem dyggð og þannig gefa þau skilaboð að við séum ekki tilbúin til að breyta.