Gott að skoða eigin leiðtogastíl

Námskeiðið hjálpaði mér að skilja hvað það er sem þarf til að ná því besta úr liðsheildinni og hvernig við gerum það. Ég lærði betur að þekkja styrkleika mína og veikleika sem stjórnandi, vera meðvituð um þá og hvaða áhrif þeir hafa á liðsheildiuna innan fyrirtækisins. Á námskeiðinu var gert 360°mat á leiðtogastíl, þar sem starfsmenn viðkomandi stjórnanda vor fengnir til að svara spurningum um stjórnandann sem sat námskeiðið.

Á námskeiðinu var svo farið yfir niðurstöðurnar þar sem stjórnandi fékk að sjá svart á hvítu hvernig starfsmennirnir upplifa okkur sem stjórnendur. Þetta fannst mér frábært tækifæri til að rýna í leiðtogastílinn og skoða niðurstöður með þjálfara.