Ég fór á Dale Carnegie árið 2014 en áður en ég fór á námskeiðið var ég einstaklingur sem þorði litlu sem engu. Ég sagði nei við öll tækifæri sem mér bauðst vegna þess að ég hræddist breytingar. Þetta var allra helst það sem ég vildi að myndi breytast með því að fara á námskeiðið og það heldur betur virkaði. Eftir námskeiðið sagði ég já við öllum þeim tækifærum sem mér bauðst og við það fór ég að fá fleiri og fleiri tækifæri og því er ákvörðun mín að fara á Dale Carnegie ein sú besta sem ég hef tekið í lífinu.