Hefur þú einhverntímann verið spurð/ur að þessu? Eða hefur þú spurt einhvern?
Þegar ég þjálfa ungt fólk á aldrinum 13-25 ára kemur þessi umræða alltaf upp. Þátttakendur byrja að ræða hversu erfitt það sé að þurfa að finna hvað þau langi að gera í lífinu. Ég spyr þau hvað þeim finnist skemmtilegt að gera og svarið er iðulega „ég veit það ekki alveg.“
Fókusinn virðist oft fara í þá átt að finna braut í lífinu sem vekur aðdáun eða gefur til kynna að við séum með lífið á hreinu. Þetta gerir það að verkum að fullt af ungu fólki upplifir hræðslu gagnvart framtíðinni og er ekki viss um að þau muni nokkurn tímann ná samfélagslega settu marki. Það má túlka þetta sem frammistöðukvíða.
Sem Dale þjálfari sé ég óendanlega möguleika í unga fólkinu sem kemur á námskeið. Mikið ofboðslega er þetta fólk fært um stórkostlega hluti. En úreltar hugsanir mótaðar í æsku, hræðsla við álit annarra og blessaði frammistöðukvíðinn er oft stærsta verkefnið, og í byrjun námskeiðs eiga þessir flottu einstaklingar erfitt með að koma auga á styrkleika í eigin fari. Þess vegna ég er stolt af því að vera sérfræðingur í að benda öðrum á styrkleika sína og hvernig þessir styrkleikar gætu nýst viðkomandi í átt að staðfestu, sjálfsöryggi og ævintýralegu lífi.
En þetta er færni sem fleiri ættu að þjálfa sig í. Við getum öll miklu meira en við höldum, stundum þarf bara einhver annar að benda okkur á möguleikana. Væri ekki hressandi ef við gætum bent okkur sjálf á góðu eiginleikana sem við búum yfir? Um leið og við verðum góð í þessu förum við að sjá tækifærin í kringum okkur og treystum okkur í að prófa nýja hluti. Þannig gætum við á endanum fundið hvað okkur langar að gera í þessu einstaka lífi.
En þarf að velja eitthvað eitt? Má ekki prófa sig áfram í staðinn fyrir að velja eina atvinnugrein og dúsa þar alla ævi fjarri fjölbreytileikanum?
Samkvæmt rannsóknum um áhrif fjórðu iðnbyltingarinna eru tveir mikilvægustu hæfnisþættir framtíðarinnar þessir:
Kannski ættum við að einblína frekar á aðra og betri spurningu: Hver vil ég verða þegar ég verð stór?
Hvernig manneskja ætla ég að vera? Þreytt og hrædd við breytingar eða full af eldmóð og sátt í eigin skinni? Valið er einfaldlega okkar.
Ég legg til að 2020 verði árið sem við breytumst í sjálfshvatningarmaskínur. Viljum við ekki að trú á eigin getu verði sjálfsagður hlutur komandi ár, hjá ungu fólki og helst öllum? Ertu með?