Eftir að hafa unnið með þúsundum fyrirtækja um allan heim hefur orðið til aðferðafræði við hönnun þjálfunarlausna sem tryggir fyrirtækjum arðsemi af fjárfestingunni. Ferlið er einfalt og í fimm skrefum.
Rýnum
Hvar erum við og hvert viljum við fara?
Rýnum í framtíðarsýn vinnustaðarins og hvernig mannauðsmálin ættu að mótast af henni.
Greinum
Hverjar eru áskoranirnar og hvað þarf að breytast?
Skoðum og mælum hvernig starfsemin stendur og hvers konar færni þarf að aukast með greiningarfundum og tölfræðilegum gögnum.
Hönnum
Sérsníðum lausnir sem henta þínu fyrirtæki
Nýtum reynslu okkar og gagnagrunn til að setja saman lausnir sem henta starfseminni. Hundruð námseininga standa til boða.
Þjálfum
Breytum nálgun og viðhorfi og búum til nýja styrkleika
Nýtum sérþjálfað teymi þjálfara til að hafa áhrif á viðhorf og hegðun starfsfólks og stuðla þannig að varanlegum breytingum.
Uppskerum
Fylgjum eftir og tryggjum árangur
Fylgjum eftir með vinnustofum, samtölum og mælingu á árangri.
Þegar við setjum saman þjálfunarlausnir höfum við tvær leiðir. Annars vegar að byggja þjálfunina alveg frá grunni eða að nýta vinnustofur sem við röðum saman og aðlögum.
Hér fyrir neðan getur þú séð dæmi um nokkrar vinnustofur sem hver og ein tekur 90 mínútur í þjálfun.
„Við leituðum til Dale Carnegie því okkur langaði að veita stjórnendum þjálfun sem eflir þau í sínu starfi sem leiðtogar, meðal annars þegar kemur að valddreifingu (delegation), tímastjórnun og framtíðarsýn. Þau hjá Dale greindu vel þarfirnar okkar og sérsniðu svo hálfs dags vinnustofu að okkar hópi. Vinnustofan kom mjög vel út, stjórnendur lærðu ýmislegt nýtt og fengu í hendurnar tól sem munu hjálpa þeim í sínum störfum sem og almennt í lífinu.”
Bylgja Björk Pálsdóttir
Mannauðsstjóri Dominos
Þessi vefur notar vefkökur til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er heimsóttur og hjálpar okkur við vefgreiningar. Sjá einnig persónuverndarstefnu okkar. ✕
Privacy & Cookies Policy
Privacy Overview
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities...
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Functional cookies help to perform certain functionalities like sharing the content of the website on social media platforms, collect feedbacks, and other third-party features.
Performance cookies are used to understand and analyze the key performance indexes of the website which helps in delivering a better user experience for the visitors.
Analytical cookies are used to understand how visitors interact with the website. These cookies help provide information on metrics the number of visitors, bounce rate, traffic source, etc.
Advertisement cookies are used to provide visitors with relevant ads and marketing campaigns. These cookies track visitors across websites and collect information to provide customized ads.