Viðbrögð okkar við Covid-19

Til að tryggja öryggi þátttakanda og starfsfólks förum við að sjálfsögðu eftir fyrirmælum yfirvalda sem gilda um fræðsluaðila og háskóla á hverjum tíma.
Covid-19 verður sennilega hluti af lífi okkar næstu mánuði og við munum aðlaga starfssemi okkar að nýjum heimi. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar ráðstafanir sem við höfum gripið til undanfarið.

Þátttakendur:

  • Við hvetjum þátttakendur að vera heima ef heilsan er ekki 100%
  • Hvetjum til handþvottar og notkunar á handspritti sem er aðgengilegt í öllum rýmum
  • Heilsumst án snertingar og deilum ekki búnaði
  • Notum hlífðarhanska eða grímur þegar við á (hvoru tveggja er á staðnum)
  • Við mælumst til að þátttakendur sem koma á staðinn séu bólusettir
  • Virðum óskir annarra um fjarlægð burtséð hvaða reglur eru í gildi á hverjum tíma
  • Notum einnota drykkjarmál

Heilsa okkar allra er í fyrsta sæti:

  • Við sótthreinsum helstu snertifleti mörgum sinnum á dag og eftir hvern hóp
  • Allir þátttakendur geta tekið upp tíma án kostnaðar ef heilsan er ekki 100%
  • Þátttakendur sem vilja geta fært sig á Live Online námskeið sé þeirra námskeið til í Live Online útgáfu
  • Þjálfarar og aðstoðarmenn eru bólusettir
  • Við höfum breytt nokkrum æfingum á námskeiðunum þannig að þær krefjist ekki eins mikillar nálægðar og áreynslu

Við erum öll almannavarnir