Kick-startaðu haustinu!

Live Online örnámskeið fyrir 16-19 ára

Komdu þér í gírinn fyrir haustönnina og kláraðu árið af krafti

Á þessu Live Online örnámskeiði setjum við raunhæf markmið fyrir haustið og mótum framtíðina á okkar eigin forsendum. Við skoðum styrkleikana okkar og finnum eldmóðinn sem þarf til að ná sem mestum árangri. Við þjálfumst í að líta á áskoranir sem tækifæri til þess að efla okkur og ná lengra.

Oft eru miklar breytingar í lífi okkar og það reynir á okkur á nýjan hátt t.d. í samskiptum við vini og fjölskyldu. Það er líka mikilvægt að forgangsraða rétt svo við veljum það besta fyrir okkur og náum að takast á við stress og kvíða. Í gegnum örnámskeiðið eflum við einnig hugarfarið okkar og verðum betri í að finna lausnir og framkvæma í stað þess að fresta. Sjálfsmyndin styrkist við jákvæðari upplifanir af sjálfum okkur og við verðum öflugri leiðtogar í okkar eigin lífi.

Skráðu þig í ókeypis kynningartíma

Skoða dagsetningar og staðsetningar
Person standing next to flag

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir ungt fólk á aldrinum 16 – 19 ára sem að vilja vera leiðtogar í eigin lífi, framkvæma í stað þess að fresta, auka hugrekki og líða almennt betur í eigin skinni.

Open book

Það sem við förum yfir

  • Skoðum virði þess að setja eldmóð í verkefni og leggja okkur fram, hvernig við kveikjum á þessum krafti til að ráðast á öll verkefni
  • Lærum aðferðir til að setja okkur markmið og skipuleggja okkur betur
  • Förum yfir gildi þess að vera jákvæðari og lærum að stjórna viðhorfinu okkar betur
  • Kynnumst áhrifaríkum aðferðum til að eiga frumkvæði í samskiptum og dýpka sambönd
  • Lærum mikilvægi þess að taka ábyrgð og stjórn á eigin lífi
  • Aukum sjálfstraust
Open book

Skipulag

Námskeiðið eru tveir dagar frá kl. 17 til 20 báða dagana

Open book

Innifalið

Gullna reglubókin, tímamótaáætlun(fyrir markmiðasetningu) og aðgangur að þjálfara

Hagnýtar upplýsingar

Hagnýtar upplýsingar

Athugið að um er að ræða heildarverð námskeiða, fyrir niðurgreiðslu stéttarfélaga og framlög vinnuveitanda. Kannaðu stöðuna hjá þínu stéttarfélagi.

Verð

Verð

39.900

* Nova viðskiptavinir hljóta 50% afslátt - þeir setja kóða í skilaboð við skráningu

Næstu námskeið hefjast

Smelltu á Skráning til að sjá allar dagsetningar námskeiðsins.

Engar komandi dagsetningar

Vitnisburður úr nafnlausu gæðamati
“Námskeiðið gerði mér ótrúlegan greiða, með því að gefa mér tækifæri sem ég vissi ekki af. Lærði margt um mig og annað fólk. Ég hlakkaði alltaf til að koma í tíma og sjá hvað ég gæti næst. Þetta breytti algjörlega sýninni minni á lífinu, er svo miklu öruggari með mig og langar bara að vera á þessu námskeiði endalaust.”