Henry Ford sagði: „Sá sem hættir að læra er gamall, hvort sem einstaklingurinn er á tvítugs aldri eða á níræðis aldri. Sá sem heldur áfram að læra heldur sér ungum.“
Fátt er eftirsóttara í atvinnulífinu en leiðtogahæfileikar. Færni til að fá aðra í lið með sér, byggja öflug teymi og hafa áhrif á menninguna. Þetta námskeið hentar sérstaklega þeim sem lokið hafa grunn námskeiðinu og vilja verða betri leiðtogar, taka stjórn á fleiri þáttum í sínu lífi, koma sér betur á framfæri og vera áhrifaríkari í tjáningu. Námskeiðið mun hjálpa þátttakendum að ná lengra í sínu persónulega lífi og í atvinnulífinu.
Þau sem vilja auka leiðtogafærni, taka stjórn á tímanum sínum og hafa góð áhrif á aðra. Námskeiðið er fyrir unga leiðtoga á aldrinum 20 til 30 ára. Þátttakendur þurfa ekki að hafa mannaforráð.
Námið gefur 2,4 aþjóðlegar endurmenntunareiningar (Continuing Education Unit – CEU)
Námskeiðið er staðbundið í 6 skipti, þrjá tíma í senn með viku millibili.
Eins árs aðgangur að rafrænu stuðningsefni fyrir námskeiðið, Gullna reglubókin, 30 daga áskrift af Storytel þar sem hægt er að hlusta á bækurnar Vinsældir og áhrif og Lífsgleði njóttu eftir Dale Carnegie. Útskriftarskírteini frá Dale Carnegie & Associates. Persónulegur aðgangur að þjálfara meðan á námskeiðinu stendur.
Athugið að um er að ræða heildarverð námskeiða, fyrir niðurgreiðslu stéttarfélaga og framlög vinnuveitanda. Kannaðu stöðuna hjá þínu stéttarfélagi.
170.000
Smelltu á Skráning til að sjá allar dagsetningar námskeiðsins.
Aníta Rut Hilmarsdóttir