Næsta kynslóð leiðtoga

Þjálfunarbúðir fyrir ungt fólk í atvinnulífinu

Henry Ford sagði: „Sá sem hættir að læra er gamall, hvort sem einstaklingurinn er á tvítugs aldri eða á níræðis aldri. Sá sem heldur áfram að læra heldur sér ungum.“

Fátt er eftirsóttara í atvinnulífinu en leiðtogahæfileikar. Færni til að fá aðra í lið með sér, byggja öflug teymi og hafa áhrif á menninguna. Þetta námskeið hentar sérstaklega þeim sem lokið hafa grunn námskeiðinu og vilja verða betri leiðtogar, taka stjórn á fleiri þáttum í sínu lífi, koma sér betur á framfæri og vera áhrifaríkari í tjáningu. Námskeiðið mun hjálpa þátttakendum að ná lengra í sínu persónulega lífi og í atvinnulífinu.

Skoða dagsetningar og staðsetningar
Person standing next to flag

Fyrir hverja

Þau sem vilja auka leiðtogafærni, taka stjórn á tímanum sínum og hafa góð áhrif á aðra. Námskeiðið er fyrir unga leiðtoga á aldrinum 20 til 30 ára. Þátttakendur þurfa ekki að hafa mannaforráð.

Continuing Education Unit – CEU

Námseiningar

Námið gefur 2,4 aþjóðlegar endurmenntunareiningar
(Continuing Education Unit – CEU)

Open book

Það sem við förum yfir

  • Tökum stjórn á hugsunum, samskiptum og framtíðinni
  • Setjum okkur markmið, framtíðarsýn og finnum gildin okkar
  • Streitu- og viðhorfsstjórnun
  • Tímastjórnun
  • Virk hlustun
  • Ósammála á vingjarnlegan máta
  • Komum okkur á framfæri
  • Verum trúverðug í framkomu og viðtölum
  • Leiðtogafærni og endurgjöf
  • Áhrifarík tjáning
  • Seljum breytingar
Open book

Skipulag

Námskeiðið er staðbundið í 6 skipti, þrjá tíma í senn með viku millibili.

Open book

Innifalið

Eins árs aðgangur að rafrænu stuðningsefni fyrir námskeiðið, Gullna reglubókin, 30 daga áskrift af Storytel þar sem hægt er að hlusta á bækurnar Vinsældir og áhrif og Lífsgleði njóttu eftir Dale Carnegie. Útskriftarskírteini frá Dale Carnegie & Associates. Persónulegur aðgangur að þjálfara meðan á námskeiðinu stendur.

Hagnýtar upplýsingar

Hagnýtar upplýsingar

Athugið að um er að ræða heildarverð námskeiða, fyrir niðurgreiðslu stéttarfélaga og framlög vinnuveitanda. Kannaðu stöðuna hjá þínu stéttarfélagi.

Person standing next to flag

Verð

170.000

Ég sótti námskeiðið “áhrifaríkar kynningar” sem fór vel fram úr mínum væntingum. Námskeiðið var í senn krefjandi að fara í gegnum en ávinningurinn mikill. Mér fannst kostur að námskeiðið væri tveir heilir dagar þar sem kafað er ofan í hagnýta tækni og aðferðir sem sitja eftir hjá manni. Eftir námskeiðið finn ég fyrir meira öryggi í framkomu, finnst ég betur ná að stjórna aðstæðunum í kringum mig, það sem vegur þó þyngst er að ég lærði hvernig ég gæti nýtt röddina mína betur."

Aníta Rut Hilmarsdóttir