Leiðtogaþjálfun fyrir stjórnendur veitir þér verkfæri til að virkja teymið og draga fram hæfileika og fullnýta þannig hugvit mannauðsins.
Í dag, meira en nokkru sinni fyrr, er forgangsverkefni stjórnenda að móta hvernig fyrirtækið eða stofnunin tifar og hvernig starfsmenn starfa innan þeirra. Á þessu námskeiði muntu horfa til framtíðar og tileinka þér stjórnendastíl sem einkennist af hvatingu og frumkvæði og því hvernig þú færð fólk í lið með þér í umbótavinnu sem skilar teyminu og fyrirtækinu þeirri framtíðarsýn sem það hefur sett sér.
Alla reynslumeiri stjórnendur með mannaforráð sem vilja efla árangur teyma
Námskeiðið er í 7 skipti 3.5 tíma í senn. Í upphafi námskeiðs er einkasamtal við þjálfara og 360°mat sem nýtt er á meðan á námskeiðinu stendur. Eftir að námskeiði lýkur hittist hópurinn í eftirfylgnitíma og hádegisverði.
Handbók, Gullna reglubókin, samtal við þjálfara fyrir námskeið, 360°mat ásamt fundi þar sem farið er yfir niðurstöður matsins, útskriftarskírteini frá Dale Carnegie & associates og eftirfylgnihádegisverður í lok námskeiðs.
230.000
Smelltu á Skráning til að sjá allar dagsetningar námskeiðsins.
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir