Leiðtogaþjálfun fyrir stjórnendur

Leadership training for results: Unleash Talent in Others

Leiðtogaþjálfun fyrir stjórnendur veitir þér verkfæri til að virkja teymið og draga fram hæfileika og fullnýta þannig hugvit mannauðsins.

Þú ert fyrirmynd fólksins sem þú vinnur með. Það lítur til þín sem stjórnanda sem leysir vandamál, leiðbeinir þeim í gegnum breytingar og hjálpar þeim að vaxa í starfi. Starfsfólk þarf innblástur og hvatningu svo þau vilji leggja sig fram. Þetta eru heilmiklar kröfur sem kalla á fjölbreytta færni og jákvætt viðhorf til að auka virkni, halda í gott fólk og ná árangri fyrir allt teymið.

Samkvæmt rannsókn Dale Carnegie mun reyna meira en oft áður á svokallaða „soft skill“ færniþætti til þess að leiða starfsfólk í gegnum þær breytingar sem framundan eru tengdar sjálfvirknivæðingu og gervigreind. Á námskeiðinu er unnið markvisst með að ná árangri á þessum færnisviðum. Við vinnum einnig með ferli sem geta stutt við nýsköpun og innleiðingu breytinga.

Skoða dagsetningar og staðsetningar
Person standing next to flag

Fyrir hverja

Alla reynslumeiri stjórnendur með mannaforráð sem vilja efla árangur teyma

Continuing Education Unit – CEU

Námseiningar

Námið gefur 2,45 alþjóðlegar endurmenntunareiningar
(Continuing Education Unit – CEU)

Open book

Færnisviðin eru

 • Heiðarleiki og heilindi
 • Skapandi
 • Stefnumótandi
 • Hvetur til samvinnu og teymisvinnu
 • Framsýni
 • Áhrifarík ákvörðunartaka
 • Árangursrík tjáning
 • Eflir virkni
 • Sýnir samstarfsvilja
 • Greiðir götu breytingar
 • Stýrir verkefnum í átt að árangri
 • Leysir vandamál
Open book

Skipulag

Námskeiðið er í 7 skipti 3.5 tíma í senn. Í upphafi námskeiðs er einkasamtal við þjálfara og 360°mat sem nýtt er á meðan á námskeiðinu stendur. Eftir að námskeiði lýkur hittist hópurinn í eftirfylgnitíma og hádegisverði.

Open book

Innifalið

Handbók, Gullna reglubókin, samtal við þjálfara fyrir námskeið, 360°mat ásamt fundi þar sem farið er yfir niðurstöður matsins, útskriftarskírteini frá Dale Carnegie & associates og eftirfylgnihádegisverður í lok námskeiðs.

Person standing next to flag

Verð

259.000

Námskeiðið hjálpaði mér að skilja hvað það er sem þarf til að ná því besta úr liðsheildinni og hvernig við gerum það. Ég lærði betur að þekkja styrkleika mína og veikleika sem stjórnandi, vera meðvituð um þá og hvaða áhrif þeir hafa á liðsheildiuna innan fyrirtækisins. Á námskeiðinu var gert 360°mat á leiðtogastíl, þar sem starfsmenn viðkomandi stjórnanda vor fengnir til að svara spurningum um stjórnandann sem sat námskeiðið. Á námskeiðinu var svo farið yfir niðurstöðurnar þar sem stjórnandi fékk að sjá svart á hvítu hvernig starfsmennirnir upplifa okkur sem stjórnendur. Þetta fannst mér frábært tækifæri til að rýna í leiðtogastílinn og skoða niðurstöður með þjálfara."

Þórunn Inga Ingjaldsdóttir

“Starfsmenn okkar segja þjálfunina krefjandi en um leið skemmtilega og árangursríka. Mat þeirra er að þjálfunin hafi eflt sjáltrstraust þeirra sem stjórnenda og veitt þeim ýmis verkfæri til að þróast enn frekar í starfi. Fagmennska og sveigjanleiki einkennir allt starf Dale Carnegie og það er grunnurinn að góðu viðskiptasambandi okkar.”
Geir Kr. Aðalsteinsson