Leiðtogaþjálfun fyrir stjórnendur

Leadership Training for Managers

Leiðtogaþjálfun fyrir stjórnendur veitir þér verkfæri til að virkja teymið og draga fram hæfileika og fullnýta þannig hugvit mannauðsins.

Í dag, meira en nokkru sinni fyrr, er forgangsverkefni stjórnenda að móta hvernig fyrirtækið eða stofnunin tifar og hvernig starfsmenn starfa innan þeirra. Á þessu námskeiði muntu horfa til framtíðar og tileinka þér stjórnendastíl sem einkennist af hvatingu og frumkvæði og því hvernig þú færð fólk í lið með þér í umbótavinnu sem skilar teyminu og fyrirtækinu þeirri framtíðarsýn sem það hefur sett sér.

Skoða dagsetningar og staðsetningar
Person standing next to flag

Fyrir hverja

Alla reynslumeiri stjórnendur með mannaforráð sem vilja efla árangur teyma

Open book

Það sem við förum yfir

  • Persónuleg og fagleg forysta
  • Nýsköpunar- og áætlunarferli
  • Stefnu- og markmiðasetning
  • Skilgreining ábyrgðar á árangri
  • Þjálfunar- og hvatningarferli
  • Greining á vandamálum og ákvörðunartaka
  • Koma auga á mannlega möguleika
  • Áhrifarík valddreifing
  • Leitað eftir stöðugum framförum
Open book

Skipulag

Námskeiðið er í 7 skipti 3.5 tíma í senn. Í upphafi námskeiðs er einkasamtal við þjálfara og 360°mat sem nýtt er á meðan á námskeiðinu stendur. Eftir að námskeiði lýkur hittist hópurinn í eftirfylgnitíma og hádegisverði.

Open book

Innifalið

Handbók, Gullna reglubókin, samtal við þjálfara fyrir námskeið, 360°mat ásamt fundi þar sem farið er yfir niðurstöður matsins, útskriftarskírteini frá Dale Carnegie & associates og eftirfylgnihádegisverður í lok námskeiðs.

Person standing next to flag

Verð

230.000

Námskeiðið hjálpaði mér að skilja hvað það er sem þarf til að ná því besta úr liðsheildinni og hvernig við gerum það. Ég lærði betur að þekkja styrkleika mína og veikleika sem stjórnandi, vera meðvituð um þá og hvaða áhrif þeir hafa á liðsheildiuna innan fyrirtækisins. Á námskeiðinu var gert 360°mat á leiðtogastíl, þar sem starfsmenn viðkomandi stjórnanda vor fengnir til að svara spurningum um stjórnandann sem sat námskeiðið. Á námskeiðinu var svo farið yfir niðurstöðurnar þar sem stjórnandi fékk að sjá svart á hvítu hvernig starfsmennirnir upplifa okkur sem stjórnendur. Þetta fannst mér frábært tækifæri til að rýna í leiðtogastílinn og skoða niðurstöður með þjálfara."

Þórunn Inga Ingjaldsdóttir

“Starfsmenn okkar segja þjálfunina krefjandi en um leið skemmtilega og árangursríka. Mat þeirra er að þjálfunin hafi eflt sjáltrstraust þeirra sem stjórnenda og veitt þeim ýmis verkfæri til að þróast enn frekar í starfi. Fagmennska og sveigjanleiki einkennir allt starf Dale Carnegie og það er grunnurinn að góðu viðskiptasambandi okkar.”
Geir Kr. Aðalsteinsson