Ráðgjafar
Jóna Dóra Hólmarsdóttir
Jóna Dóra er ráðgjafi einstaklinga og smærri fyrirtækja ásamt því að stunda nám í Viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst. Hún hefur réttindi til að þjálfa grunnnámskeiðið fyrir fullorðna eintaklinga, ungt fólk og leiðtogabúðir fyrir ungt fólk, hún er einnig með digital producer réttindi. Jóna er hluti af markaðsteymi fyrirtækisins og sér meðal annars um samfélagsmiðla þess. Hún heldur einnig kynningartíma og veitir einkaráðgjöf á val á þjálfun.
Jón JósafatBjörnsson
Vegna reynslu minnar af smásölu, heildsölu, framleiðslu og rekstri stórra sem smára fyrirtækja hef ég heyrt það frá viðskiptavinum að ég sé fljótur að koma mér inn í aðstæður og það hjálpar mér til að byggja upp traust hjá fólki í atvinnulífinu.
Með því að taka lífinu ekki of alvarlega og njóta ferðalagsins hef ég tengst bjartsýnu fólki. Það eru möguleikar í öllum aðstæðum og þegar við fáum fólk til að trúa á eigin getu, er allt mögulegt.
Ég hef upplifað stórkostlegan vöxt hjá fólki og veit að með þrautseigju, mikilli vinnu og með því að taka skynsama áhættu, geturðu þú náð mögnuðum árangri.
PálaÞórisdóttir
Pála er reynslumikill stjórnandi úr fjölbreyttum atvinnugreinum svo sem tryggingum, fjármálum, flutningum og þjónustu. Hún er í fullu starfi hjá Dale Carnegie og hefur réttindi til að þjálfa grunnnámskeiðið, stjórnendaþjálfun, sölu- og þjónustuþjálfun og sérsniðnar lausnir auk þess sem hún er digital trainer með fjölda þjálfunartíma á netinu. Pála er einnig viðskiptastjóri og stjórnendamarkþjálfi.
Þóra Kristín Steinarsdóttir
UnnurMagnúsdóttir
Á þeim yfir 20 árum sem ég hef unnið með einstaklingum sem vilja bæta frammistöðu sína og vaxa í starfi hef ég öðlast gríðarlega yfirgripsmikla innsýn inn í mannlega hegðun. Það hefur verið sagt um mig að ég nálgist viðkæmar aðstæður af nærgætni og samhygð og á sama tíma sýni ákveðni þannig að öllum líði vel í aðstæðunum og haldi virðingu sinni.
Það sem ég kem með að borðinu er hæfileiki til að leysa vandamál og að finna leiðina fyrir gagnkvæman skilning á milli fólks. Það hefur gert mér kleift að hjálpa fólki að lágmarka þann tíma sem varið er í ágreining og gremju og skapa menningu öryggis og trausts.
Gildin mín eru jafnræði, áræðni og hugrekki.
Skrifstofa
Margrét Nanna Jóhannsdóttir
Soffía Marteinsdóttir
Þjálfarar
Agnes Ósk Sigmundardóttir
Anna Margrét Einarsdóttir
Rebekka Rún Jóhannesdóttir
Arna Hrund Jónsdóttir
Ragnheiður Kara Hólm
Daníel Ingi Sigþórsson
Magnús Stefánsson
Ágústa Hrund Steinarsdóttir
Viðar Pétur Styrkársson
Sindri Snær A. van Kasteren