Umbótafundur
BID - Business Improvement Discussion
Markaðsaðstæður breytast og nýjar áskoranir verða til. Á umbótafundinum kortleggjum við umbætur og tækifæri út frá breytingum sem hafa orðið á markaðinum og þeim áskorunum sem hafa orðið til. Aðferðirnar sem við notum byggja á ákveðinni tegund hugarflugs og skipulagi sem tryggir þátttöku allra. Við byggjum upp jákvætt andrúmsloft og tryggjum sálfræðilegt öryggi á staðnum þannig að allir þori að segja skoðun sína og allt komi upp á borðið.
Ávinningur umbótafundarins er margþættur en hann gefur góða sýn á styrkleika teymisins eða fyrirtækisins en einnig tækifæri til úrbóta og þær áskoranir sem framundan eru. Aðferðir okkar tryggja þátttöku allra og allir fá að segja sína skoðun og upplifa það að á þá sé hlustað.
Uppbygging fundarins er eftirfarandi:
- Skoðum styrkleika hópsins og fyrirtækisins / stofnunarinnar
- Sannmælumst um hvaða breytingar hafa orðið í ytra umhverfi sl. 12 til 18 mánuði
- Skoða áskoranir hafa orðið til vegna þessara breytinga
- Ræða hvaða hæfni teymið þarf að hafa til að ná árangri í þeim aðstæðum sem framundan eru
- Verð: 190.000 kr.
Við mælum með að fjöldi sé um 12 manns. Vinnustofunni fylgir ítarleg skýrsla um niðurstöðu fundarins.