Lífið virðist stundum flókið og áskoranir koma úr öllum áttum. Stundum eigum við til að festast í eigin hugsunum og lausnirnar blasa ekki við. Engu að síður vitum við að þú hefur svörin og það er okkar að hjálpa þér að finna þau.
Markþjálfunin okkar byggir á gildum Dale Carnegie og ferli sem innifelur árangursmiðað og kerfisbundið samtal. Þú ræður umræðuefninu og við spyrjum spurninga sem opna á hugmyndir og svör. Markþjálfun er hægt að taka eina sér eða meðfram námskeiðum og þegar það er gert mælum við með að taka einn tíma fyrir námskeið, annan þegar námskeiðið er hálfnað og einn tíma eftir námskeiðið. Við mælum með að ekki séu teknir færri en 3 tímar. Í þessari tegund þjálfunar horfum við aldrei um öxl heldur höfum nútíð og framtíð í brennidepli enda lifum við ekki í fortíðinni. Prófaðu markþjalfun og leggðu grunninn að spennandi framtíð.
Rebekka Rún Jóhannesdóttir
Rebekka er rekstrarverkfræðingur og starfar sem yfirverkefnastjóri hjá Deloitte í rekstrarráðgjöf. Hún hefur réttindi til að þjálfa Dale Carnegie grunnnámskeið bæði fyrir fullorðna einstaklinga og ungt fólk. Hún er með digital réttindi og réttindi til að þjálfa námskeið í Áhrifaríkum kynningum. Rebekka heldur einnig vinnustofur og fyrirlestra í fyrirtækjum.
Jón JósafatBjörnsson
Vegna reynslu minnar af smásölu, heildsölu, framleiðslu og rekstri stórra sem smára fyrirtækja hef ég heyrt það frá viðskiptavinum að ég sé fljótur að koma mér inn í aðstæður og það hjálpar mér til að byggja upp traust hjá fólki í atvinnulífinu.
Með því að taka lífinu ekki of alvarlega og njóta ferðalagsins hef ég tengst bjartsýnu fólki. Það eru möguleikar í öllum aðstæðum og þegar við fáum fólk til að trúa á eigin getu, er allt mögulegt.
Ég hef upplifað stórkostlegan vöxt hjá fólki og veit að með þrautseigju, mikilli vinnu og með því að taka skynsama áhættu, geturðu þú náð mögnuðum árangri.
PálaÞórisdóttir
Pála er reynslumikill stjórnandi úr fjölbreyttum atvinnugreinum svo sem tryggingum, fjármálum, flutningum og þjónustu. Hún er í fullu starfi hjá Dale Carnegie og hefur réttindi til að þjálfa grunnnámskeiðið, stjórnendaþjálfun, sölu- og þjónustuþjálfun og sérsniðnar lausnir auk þess sem hún er digital trainer með fjölda þjálfunartíma á netinu. Pála er einnig viðskiptastjóri og stjórnendamarkþjálfi.
UnnurMagnúsdóttir
Á þeim yfir 20 árum sem ég hef unnið með einstaklingum sem vilja bæta frammistöðu sína og vaxa í starfi hef ég öðlast gríðarlega yfirgripsmikla innsýn inn í mannlega hegðun. Það hefur verið sagt um mig að ég nálgist viðkæmar aðstæður af nærgætni og samhygð og á sama tíma sýni ákveðni þannig að öllum líði vel í aðstæðunum og haldi virðingu sinni.
Það sem ég kem með að borðinu er hæfileiki til að leysa vandamál og að finna leiðina fyrir gagnkvæman skilning á milli fólks. Það hefur gert mér kleift að hjálpa fólki að lágmarka þann tíma sem varið er í ágreining og gremju og skapa menningu öryggis og trausts.
Gildin mín eru jafnræði, áræðni og hugrekki.
Agnes Ósk Sigmundardóttir
Agnes er senior þjálfari hjá Dale Carnegie með réttindi til að þjálfa aðra þjálfara, grunnámskeiðið bæði fyrir ungt fólk og fullorðna einstaklinga og námskeið í Áhrifaríkum kynningum. Agnes er einnig liðtæk í að halda vinnustofur og fyrirlestra. Agnes er vottaður markþjálfi.
Arna Hrund Jónsdóttir
Arna Hrund er fjallaleiðsögumaður og hefur réttindi til að þjálfa grunnámskeið fyrir fullorðna einstakling sem og ungt fólk. Hún er einnig þjálfari á námskeiðinu Áhrifaríkar kynningar og er reynslumikill digital trainer og producer. Arna Hrund hefur komið að alþjóðlegri live online þjálfun á netinu bæði á ensku og spænsku. Þá er Arna Hrund reynslumikil í að halda fjölbreyttar vinnustofur fyrir einstaklinga og starfsfólk fyrirtækja.
Vinsamlegast kynnið ykkur persónuverndarstefnu okkar.
Stakur 60 mínútna tími kostar 33.000 kr. og veittur er 10% afsláttur þegar teknir eru 3 tímar eða fleiri. Þegar markþjálfun er keypt samhliða námskeiði er veittur 15% afsláttur af markþjálfun.